Mjólkin búin í búðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 20:00 Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira