Getur sagt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 22:00 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins sem bera ábyrgð á ritstjórnargreinum blaðsins. Vísir/GVA Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær. Fjölmiðlar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær.
Fjölmiðlar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira