Erlent

Comey mætir fyrir þingnefnd síðar í dag

Atli Ísleifsson skrifar
James Comey.
James Comey. Vísir/AFP
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum.

Í yfirlýsingu Comey vegna málsins lýsir hann því sem þeim fór á milli en Trump hafði sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa.

Comey varð ekki við þeirri beiðni og var hann rekinn skömmu síðar.

Comey segist í yfirlýsingunni hafa túlkað orð forsetans á þann veg að hann væri að biðja hann að hætta rannsókninni og segist hann hafa tekið því afar nærri sér.

Lögmaður Trump forseta í gær sagði í gær að framburður Comey „réttlæti [forsetann] algerlega og fyllilega“. Þingmenn Repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á Vísi síðar í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×