Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2017 10:26 Forsetinn vitnar í yfirlýsingunni til þess að málið hafi verið umdeilt og mikið í umræðunni. Vísir/Eyþór Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. Forsetanum barst skipunarbréfið fyrir tveimur sólarhringum. Hann tekur sérstaklega fram í yfirlýsingunni að hann hafi þurft að kynna sér málið vandlega. Hann hafi aflað staðfestingar á framvindu málsins og hvort ekki hefði verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Fól hann forsetraritara að afla upplýsinga frá skrifstofu Alþingis um málið. Í greinargerð frá skrifstofu Alþingis, sem forseta barst og vitnað er til í yfirlýsingunni, kom fram að atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt. Ráðherra hafi lagt fram tillögur um dómarana og farið eftir lögum. Þá hafi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd einnig lagt fram þingskjal þar sem gerð var tillaga um hvern dómara fyrir sig í tölusettum liðum. Forsetinn átti einnig í samtölum við formenn og forystufólk flokkanna þar sem kom fram að þingmenn flokkanna hefðu ekki andmælt fyrirkomulagi atkvæðagreiðslunnar. „Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins,“ segir í yfirlýsingunni. Umdeilt mál Forsetinn vitnar í yfirlýsingunni til þess að málið hafi verið umdeilt og mikið í umræðunni. Meðal annars hafi það verið gagnrýnt hvernig ráðherra stóð að málinu og nefnt hafi verið að kosið skyldi um hvert dómaraefni fyrir sig en ekki tillöguna sjálfa í heilu lagi. Yfirlýsingin vitnar til þess að undirskriftarsöfnun hafi hafist á netinu sem hafi hvatt forsetann til að skrifa ekki undir skipunarbréf dómarana 15 á þeim forsendum að ekki hafi verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Þá hafi Jón Þór Ólafsson, þriðji varaforseti Alþingis einnig haft samband við forsetann og lýst yfir efasemdum sínum um málið. Forsetinn ákvað þó að lokum að skrifa undir skipunarbréfið. „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir forsetinn í yfirlýsingunni.Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni. Dómstólar Forseti Íslands Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir lög um Landsrétt. 6. júní 2017 13:20 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Víðtæk tengsl fólks innan lögfræðistéttar gætu reynst til trafala við val á dómurum til að skera úr um dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. Forsetanum barst skipunarbréfið fyrir tveimur sólarhringum. Hann tekur sérstaklega fram í yfirlýsingunni að hann hafi þurft að kynna sér málið vandlega. Hann hafi aflað staðfestingar á framvindu málsins og hvort ekki hefði verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Fól hann forsetraritara að afla upplýsinga frá skrifstofu Alþingis um málið. Í greinargerð frá skrifstofu Alþingis, sem forseta barst og vitnað er til í yfirlýsingunni, kom fram að atkvæðagreiðslan hafi verið lögmæt. Ráðherra hafi lagt fram tillögur um dómarana og farið eftir lögum. Þá hafi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd einnig lagt fram þingskjal þar sem gerð var tillaga um hvern dómara fyrir sig í tölusettum liðum. Forsetinn átti einnig í samtölum við formenn og forystufólk flokkanna þar sem kom fram að þingmenn flokkanna hefðu ekki andmælt fyrirkomulagi atkvæðagreiðslunnar. „Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins,“ segir í yfirlýsingunni. Umdeilt mál Forsetinn vitnar í yfirlýsingunni til þess að málið hafi verið umdeilt og mikið í umræðunni. Meðal annars hafi það verið gagnrýnt hvernig ráðherra stóð að málinu og nefnt hafi verið að kosið skyldi um hvert dómaraefni fyrir sig en ekki tillöguna sjálfa í heilu lagi. Yfirlýsingin vitnar til þess að undirskriftarsöfnun hafi hafist á netinu sem hafi hvatt forsetann til að skrifa ekki undir skipunarbréf dómarana 15 á þeim forsendum að ekki hafi verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni. Þá hafi Jón Þór Ólafsson, þriðji varaforseti Alþingis einnig haft samband við forsetann og lýst yfir efasemdum sínum um málið. Forsetinn ákvað þó að lokum að skrifa undir skipunarbréfið. „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir forsetinn í yfirlýsingunni.Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni.
Dómstólar Forseti Íslands Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir lög um Landsrétt. 6. júní 2017 13:20 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Víðtæk tengsl fólks innan lögfræðistéttar gætu reynst til trafala við val á dómurum til að skera úr um dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00
Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00
Er búið að safna 10 prósent undirskrifta sem til þarf? Rúmlega 3700 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að skrifa undir lög um Landsrétt. 6. júní 2017 13:20
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00
Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47
Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Víðtæk tengsl fólks innan lögfræðistéttar gætu reynst til trafala við val á dómurum til að skera úr um dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. 7. júní 2017 07:00