Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira