Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2017 10:58 Donald Trump er virkur á samfélagsmiðlum Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter og segir atburði gærdagsins veita sér „algjöra og fullkomna uppreist æru.“ Fastlega var gert ráð fyrir því að Trump myndi grípa til Twitter til þess að svara fyrir sig á meðan vitnisburði Comey stóð. Sonur hans og alnafni stóð reyndar vaktina og varði föður sinn. Forsetinn hefur þó loksins tjáð sig og segir að hann að þrátt fyrir „svo margar falskar staðhæfingar og lygar“ sé hann að öðlast „algjöra og fullkomna uppreisn æru.“ Slá má því föstu að þar sé Trump að vísa til þess að Comey staðfesti að Trump sjálfur hefði ekki verið til rannsóknar FBI vegna mögulegra afskipta Rússa af forsetakosningunum. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn hans eru þó til rannsóknir. Þá virðist það hafa komið Trump á óvart að Comey skyldi hafa komið minnisblöðum sem hann skrifaði eftir fundi þeirra tveggja til fjölmiðla, ef marka má tístið. Athygli vakti að Comey sá sig knúinn til þess að skrifa minnisblöðin svo hann gæti gripið til þeirra ef á þyrfti að halda vegna þess að honum fannst líklegt að Trump myndi síðar ljúga til um efni fundarsins.Despite so many false statements and lies, total and complete vindication...and WOW, Comey is a leaker!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump rengir orð Comey Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa. 8. júní 2017 18:43 Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter og segir atburði gærdagsins veita sér „algjöra og fullkomna uppreist æru.“ Fastlega var gert ráð fyrir því að Trump myndi grípa til Twitter til þess að svara fyrir sig á meðan vitnisburði Comey stóð. Sonur hans og alnafni stóð reyndar vaktina og varði föður sinn. Forsetinn hefur þó loksins tjáð sig og segir að hann að þrátt fyrir „svo margar falskar staðhæfingar og lygar“ sé hann að öðlast „algjöra og fullkomna uppreisn æru.“ Slá má því föstu að þar sé Trump að vísa til þess að Comey staðfesti að Trump sjálfur hefði ekki verið til rannsóknar FBI vegna mögulegra afskipta Rússa af forsetakosningunum. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn hans eru þó til rannsóknir. Þá virðist það hafa komið Trump á óvart að Comey skyldi hafa komið minnisblöðum sem hann skrifaði eftir fundi þeirra tveggja til fjölmiðla, ef marka má tístið. Athygli vakti að Comey sá sig knúinn til þess að skrifa minnisblöðin svo hann gæti gripið til þeirra ef á þyrfti að halda vegna þess að honum fannst líklegt að Trump myndi síðar ljúga til um efni fundarsins.Despite so many false statements and lies, total and complete vindication...and WOW, Comey is a leaker!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump rengir orð Comey Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa. 8. júní 2017 18:43 Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Lögmaður Trump rengir orð Comey Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa. 8. júní 2017 18:43
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01