Gísli Marteinn og Halldór Halldórsson í hár saman Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2017 13:00 Enn eru Sjálfstæðismenn í standandi vandræðum í borginni og sjá fram á áframhaldandi eyðimerkurgöngu á þeim vettvangi. Nýleg könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið um fylgi flokka í borginni er sem köld vatnsgusa í andlit Sjálfstæðisflokksins. Eru þeir þó ýmsu vanir á þeim vettvangi. Svo virðist sem borin von sé að þeir muni ná vopnum sínum í borginni, þessu fyrrum helsta vígi flokksins. Undirliggjandi pirringurinn braust út á Twitter í gær þar sem þeim lenti saman Halldóri Halldórssyni oddvita Sjálfstæðismanna og svo fyrrum borgarstjóraefni flokksins, sjónvarpsmannsinum Gísla Marteini Baldurssyni. Ýmsir veltu vanda flokksins fyrir sér á samfélagsmiðlum og talar Andrés Jónsson almannatengill, sem þekkir vel til iðrastarfsemi flokkakerfisins eftir áralangt starf innan Samfylkingarinnar, um eyðimerkurgöngu Sjálfstæðisflokksins.Meirihlutinn heldur sjóÝmis teikn hafa verið uppi um að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að ári og hefur minnihlutinn sótt hart að Degi B. Eggertssyni að undanförnu og á ýmsum sviðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur meðal annars fyrir ófremdarástand í húsnæðismálum og að gatnakerfi borgarinnar sé í molum. Svo fátt eitt sé nefnt.Dagur heldur sjó með sinn meirihluta í borginni, þrátt fyrir hremmingar Samfylkingar á landsvísu og þó hart hafi verið að honum sótt af minnihlutanum í borginni.En þrátt fyrir þetta virðist meirihlutinn, Samfylking, Björt framtíð, Píratar og VG, standa traustum fótum. Samkvæmt könnuninni er hann með svipað fylgi og í síðustu kosningum eða rúm 61 prósent. Sem er merkileg staðreynd meðal annars í ljósi skelfilegrar stöðu Samfylkingar í landsmálunum. Flokkurinn nánast þurrkaðist út í síðustu Alþingiskosningum. En, Dagur og co halda sjó í borginni.Sigur fyrir LífFylgið færist reyndar til innan meirihlutans. Viðskiptablaðið fer yfir það að fylgi Samfylkingarinnar, sem er með fimm borgarfulltrúa, fari í rúm 22 prósent úr 32 í kosningunum. BF með sína tvo borgarfulltrúa tapar einnig verulegu fylgi og fer úr tæpum 16 prósentum í tæp 5. Þetta er hrun sem ef til vill má rekja til þess að Björt framtíð er í standandi vandræðum út á við í ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi Samfylkingarinnar, sem í dag er með fimm borgarfulltrúa, hefur hríðfallið en flokkurinn mælist nú með 22,3% samanborið við 31,9% í kosningunum. Þetta er verður þó að teljast sigur í ljósi útreiðarinnar sem Samfylkingin hlaut í Alþingiskosningunum í fyrra; 5,7 prósent.Hin athyglisverða könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í borginni hlýtur að teljast sigur fyrir Líf, sem nú stendur uppi með pálmann í höndnum eftir erfið átök við Sóley Tómastóttur.Nú ber til þess að líta að landsmálin hafa áhrif á sveitarstjórnarkosningar en ekkert endilega að þar sé fylgni heldur er sem kjósendur leiti jafnvægis eða viðnáms; sá flokkur sem er í stjórn á ekkert endilega góðu gengi að fagna í Reykjavík. (Reyndar virðist sama lögmál gilda í forsetakosningum, sé Sjálfstæðisflokkurinn við völd er nánast borin von að kandídat úr þeim ranni sjái ljósið sem frambjóðandi.) Og þessa tilhneigingu má sjá í umræddri könnun um fylgi í borginni. Þetta má sjá hjá Bjartri framtíð, sem á tvo borgarfulltrúa í dag, en fylgi flokksins fer úr 15,6% í 4,6% meðan stjórnarandstöðuflokkurinn Píratar rúmlega tvöfalda fylgi sitt í borginni, fara úr 6 prósentum í 14. En, það eru Vinstri grænir sem eru burðarásinn í fylgi meirihlutans. Þeir tvöfalda fylgi sitt og mælast nú með 21 prósent úr 8. Þetta er hlýtur að teljast mikill sigur fyrir Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG og forseta borgarstjórnar. Mikil innanmein hafa þjakað VG í borginni, tala má um klofning. Sóley Tómasdóttir fyrrverandi oddviti VG í borginni var umdeild og fylgi VG í borginni hafði lengi setið fast með hana sem foringja. Líf og Sóley tókust á hatramlega, Sóley hafði nauman og umdeildan sigur í leiðtogaslag, en Sóley dró sig svo í hlé, Líf tók við og getur nú hrósað sigri sé litið til könnunarinnar. Hún stendur með pálmann í höndunum.Sjálfstæðisflokkurinn situr pikkfasturEn, það eru vandræði Sjálfstæðisflokksins sem einkum vekja athygli. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega stærsti flokkurinn í borginni, með tæp 26 prósent samkvæmt könnun Gallup. En, þar situr flokkurinn fastur en um er að ræða svipað fylgi og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Af er sem áður var þegar flokkurinn var með hreinan meirihluta í Reykjavík. En, það er orðið langt síðan.Hafi Sjálfstæðismenn bundið við það vonir að Halldór yrði sá sem myndi leiða flokkinn til áhrifa í borginni hljóta þær vonir að vera orðnar litlar nú.Sjálfstæðismenn trúa á sterkan leiðtoga, þeir eru foringjahollir en út frá þeim hugmyndum hafa Sjálfstæðismenn staðið lengi frammi fyrir foringjakrísu í borginni, eiginlega allar götur frá því að Davíð Oddsson þá borgarstjóri söðlaði um 1991 og fór yfir í landsmálin. Þeir hafa leitað logandi ljósi eftir einhverjum til að leiða flokkinn til valda. Gengið á ýmsu og nú síðast var Halldór Halldórsson kallaður til frá Ísafirði. Honum hefur ekki tekist að ná vopnum sínum fyrir sig og sitt fólk í flokknum. Hafi einhver bundið við það vonir að hann myndi leiða flokkinn til áhrifa í borginni hafa þær vonir brugðist og ekkert sem bendir til þess að á því verði breytingar. Vandræði Halldórs eru margslungin. Og víst er að margir Sjálfstæðismenn horfa til breytinga en það er ekki hlaupið að því að finna lausnir.Gísli Marteinn lætur Halldór heyra þaðUndirliggjandi óánægjan braust meðal annars fram í áðurnefndri snakillri Twitter-færslu frá Gísla Marteini Baldurssyni sjónvarpsmanni. Nú ber að hafa það í huga að Gísli Marteinn er ekki hver sem er. Hann fór í prófkjörsslag við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson árið 2005, slagur sem hann tapaði naumlega. Þetta er stærsta prófkjör sem haldið hefur verið á Íslandi og vel að merkja, í könnunum þá var Sjálfstæðisflokkurinn að mælast með fylgi vel yfir 50 prósentum. Gísli Marteinn fjaraði út sem vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, einangraðist sem umhverfisverndarsinni, andstæðingur flugvallarins, fylgjandi hjólavæðingu og þéttingu byggðar. En nú er lag og hann lætur Halldór og Sjálfstæðismenn í borginni fá það óþvegið á Twitter:Gísli Marteinn tókst á við Vilhjálm Vilhjálmsson í miklum leiðtogaslag árið 2005 en varð undir.„Er hugsanlegt að hraðbrautaskipulag, meiri mengun, ný úthverfi, verri strætó og veik miðborg sé ekki að slá í gegn?“ Halldór Halldórsson bregst við á Twittervegg Gísla Marteins: „Betri strætó. Ekki snúa út úr. Minni mengun. Meira flæði. Samgöngur fyrir alla. Meira val.“ Gísli Marteinn lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þetta er ekki rétt Halldór. Þið viljið meiri og hraðari umferð en meirihlutinn. Kemur skýrt fram. Slíkt skapar aukna svifryksmengun.“ Í samskiptum þeirra má greina undirliggjandi átök um áherslur í borgarpólitíkinni. Halldór gefst ekki upp og svarar vígreifum Gísla:Áhyggjuefnið fyrir flugvallarvinina B+D í borgarstjórn er ekki að fylgið sé fast í 33%. Heldur hver vill vinna með þeim með þessa stefnu?— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) June 8, 2017 „Í stefnu okkar eru talað um forgangsakreinar fyrir strætó - betri strætó. Við viljum lækkun hraða í 30 km. mjög víða. Og betra flæði.“ Halldór er stjáklandi í afstöðu sinni, vandræði hans eru nánast áþreifanleg: „Sammála um að við viljum betri strætó? Gott. Við viljum lækka hraða í 30 km. Gott. Betra flæði ekki þrenging og mögulega mislæg gatnamót.“Heimskir kjósendurÞá höggva áhugamenn um pólitíkina í borginni eftir því að útskýringar Halldórs á því hvers vegna flokkurinn situr pikkfastur í könnunum mega heita sérkennilegar – ef ekki beinlínis skaðlegar. Viðskiptablaðið leitaði skýringa hjá oddvita flokksins, hvers vegna þessi staða?Hjálmar Sveinsson er umdeildur vegna baráttu sinnar fyrir þéttingu byggðar og hjólavæðingar, kallaður Holu-Hjálmar af andstæðingum sínum, en allt kemur fyrir ekki.„Í þriðja lagi segir Halldór að hann telur að fólk geri sér ekki neina grein fyrir því hvaða flokkar eru í meirihlutanum í Reykjavík. Það er kannski einhver sem hugsar að hann sé brjálaður út í Dag, borgarstjóra, og „Holu-Hjálmar,“ sami einstaklingur segir að götur í Reykjavík séu fullar af holum. Í kjölfarið telur fólk að þeir verði ekki kosnir. Svo er hringt frá fyrirtæki sem er að gera skoðanakönnun og þá segist fólk ætla að kjósa VG eða Pírata. En það eru einmitt þeir flokkar sem mynda þennan meirihluta,“ segir Halldór í samtali við Viðskiptablaðið.Veik staða HalldórsStundin hefur, meðal annarra, þegar gert sér mat úr þessum óheppilegu ummælum. Það getur vart verið til fagnaðar fyrir pólitíkus sem vill vera í náðinni meðal kjósenda að saka þá um heimsku. Sjálfstæðismenn eru sem sagt í bullandi vandræðum nú þegar tæpt ár er í borgarstjórnarkosningar. Óánægja er með Halldór, staða hans er veik en hann er ekki munaðarlaus innan flokksins.Andrés Jónsson. Líkast til er ofsagt að segja að það hlakki í Samfylkingarfólki, en þeim finnst ekki leiðinlegt að spá í vandræði Sjálfstæðisflokksins í borginni og tala um eyðimerkurgöngu.Hann er til að mynda tengdasonur dómkirkjuklerks, en Séra Hjálmar Jónsson er áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins sem fyrrverandi þingmaður og vel metinn hagyrðingur. Hversu vel það það dugar liggur ekki fyrir og það sem meira er, enginn er í sjónmáli sem gæti stokkið á sviðið.Samfylkingarmenn kætastSamfylkingarmenn hafa himinn höndum tekið, allt í einu eru vandræði þeirra ekki í brennidepli og höfð að háði og spotti. Andrés Jónsson segir í gær, á Facebooksíðu sinni, að líklega haldi eyðimerkurganga Sjálfstæðisflokksins í borginni áfram í næstu kosningum. „Þau geta gleymt því að finna einhvern spútnik oddvita sem kæmi sem bjargvættur utan frá. Ættu frekar að horfa til framtíðar og stilla upp einhverjum sem myndi vaxa í minnihluta á næsta kjörtímabili og kæmi til greina sem borgarstjóri 2022.“ Og Magnús Orri Schram, sem meðal annars fór í formannsslag í Samfylkingunni og naut þar stuðnings Dags, tekur undir með Andrési félaga sínum: „Svo virðist sem þeir séu læstir og innilokaðir. Til dæmis sýnist mér þeir vera eini hópurinn (meirihluti eða minnihluti) á öllu höfuðborgarsvæðinu sem er á móti Borgarlínu.“ Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Nýleg könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið um fylgi flokka í borginni er sem köld vatnsgusa í andlit Sjálfstæðisflokksins. Eru þeir þó ýmsu vanir á þeim vettvangi. Svo virðist sem borin von sé að þeir muni ná vopnum sínum í borginni, þessu fyrrum helsta vígi flokksins. Undirliggjandi pirringurinn braust út á Twitter í gær þar sem þeim lenti saman Halldóri Halldórssyni oddvita Sjálfstæðismanna og svo fyrrum borgarstjóraefni flokksins, sjónvarpsmannsinum Gísla Marteini Baldurssyni. Ýmsir veltu vanda flokksins fyrir sér á samfélagsmiðlum og talar Andrés Jónsson almannatengill, sem þekkir vel til iðrastarfsemi flokkakerfisins eftir áralangt starf innan Samfylkingarinnar, um eyðimerkurgöngu Sjálfstæðisflokksins.Meirihlutinn heldur sjóÝmis teikn hafa verið uppi um að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að ári og hefur minnihlutinn sótt hart að Degi B. Eggertssyni að undanförnu og á ýmsum sviðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur meðal annars fyrir ófremdarástand í húsnæðismálum og að gatnakerfi borgarinnar sé í molum. Svo fátt eitt sé nefnt.Dagur heldur sjó með sinn meirihluta í borginni, þrátt fyrir hremmingar Samfylkingar á landsvísu og þó hart hafi verið að honum sótt af minnihlutanum í borginni.En þrátt fyrir þetta virðist meirihlutinn, Samfylking, Björt framtíð, Píratar og VG, standa traustum fótum. Samkvæmt könnuninni er hann með svipað fylgi og í síðustu kosningum eða rúm 61 prósent. Sem er merkileg staðreynd meðal annars í ljósi skelfilegrar stöðu Samfylkingar í landsmálunum. Flokkurinn nánast þurrkaðist út í síðustu Alþingiskosningum. En, Dagur og co halda sjó í borginni.Sigur fyrir LífFylgið færist reyndar til innan meirihlutans. Viðskiptablaðið fer yfir það að fylgi Samfylkingarinnar, sem er með fimm borgarfulltrúa, fari í rúm 22 prósent úr 32 í kosningunum. BF með sína tvo borgarfulltrúa tapar einnig verulegu fylgi og fer úr tæpum 16 prósentum í tæp 5. Þetta er hrun sem ef til vill má rekja til þess að Björt framtíð er í standandi vandræðum út á við í ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi Samfylkingarinnar, sem í dag er með fimm borgarfulltrúa, hefur hríðfallið en flokkurinn mælist nú með 22,3% samanborið við 31,9% í kosningunum. Þetta er verður þó að teljast sigur í ljósi útreiðarinnar sem Samfylkingin hlaut í Alþingiskosningunum í fyrra; 5,7 prósent.Hin athyglisverða könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í borginni hlýtur að teljast sigur fyrir Líf, sem nú stendur uppi með pálmann í höndnum eftir erfið átök við Sóley Tómastóttur.Nú ber til þess að líta að landsmálin hafa áhrif á sveitarstjórnarkosningar en ekkert endilega að þar sé fylgni heldur er sem kjósendur leiti jafnvægis eða viðnáms; sá flokkur sem er í stjórn á ekkert endilega góðu gengi að fagna í Reykjavík. (Reyndar virðist sama lögmál gilda í forsetakosningum, sé Sjálfstæðisflokkurinn við völd er nánast borin von að kandídat úr þeim ranni sjái ljósið sem frambjóðandi.) Og þessa tilhneigingu má sjá í umræddri könnun um fylgi í borginni. Þetta má sjá hjá Bjartri framtíð, sem á tvo borgarfulltrúa í dag, en fylgi flokksins fer úr 15,6% í 4,6% meðan stjórnarandstöðuflokkurinn Píratar rúmlega tvöfalda fylgi sitt í borginni, fara úr 6 prósentum í 14. En, það eru Vinstri grænir sem eru burðarásinn í fylgi meirihlutans. Þeir tvöfalda fylgi sitt og mælast nú með 21 prósent úr 8. Þetta er hlýtur að teljast mikill sigur fyrir Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG og forseta borgarstjórnar. Mikil innanmein hafa þjakað VG í borginni, tala má um klofning. Sóley Tómasdóttir fyrrverandi oddviti VG í borginni var umdeild og fylgi VG í borginni hafði lengi setið fast með hana sem foringja. Líf og Sóley tókust á hatramlega, Sóley hafði nauman og umdeildan sigur í leiðtogaslag, en Sóley dró sig svo í hlé, Líf tók við og getur nú hrósað sigri sé litið til könnunarinnar. Hún stendur með pálmann í höndunum.Sjálfstæðisflokkurinn situr pikkfasturEn, það eru vandræði Sjálfstæðisflokksins sem einkum vekja athygli. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega stærsti flokkurinn í borginni, með tæp 26 prósent samkvæmt könnun Gallup. En, þar situr flokkurinn fastur en um er að ræða svipað fylgi og flokkurinn hlaut í síðustu kosningum. Af er sem áður var þegar flokkurinn var með hreinan meirihluta í Reykjavík. En, það er orðið langt síðan.Hafi Sjálfstæðismenn bundið við það vonir að Halldór yrði sá sem myndi leiða flokkinn til áhrifa í borginni hljóta þær vonir að vera orðnar litlar nú.Sjálfstæðismenn trúa á sterkan leiðtoga, þeir eru foringjahollir en út frá þeim hugmyndum hafa Sjálfstæðismenn staðið lengi frammi fyrir foringjakrísu í borginni, eiginlega allar götur frá því að Davíð Oddsson þá borgarstjóri söðlaði um 1991 og fór yfir í landsmálin. Þeir hafa leitað logandi ljósi eftir einhverjum til að leiða flokkinn til valda. Gengið á ýmsu og nú síðast var Halldór Halldórsson kallaður til frá Ísafirði. Honum hefur ekki tekist að ná vopnum sínum fyrir sig og sitt fólk í flokknum. Hafi einhver bundið við það vonir að hann myndi leiða flokkinn til áhrifa í borginni hafa þær vonir brugðist og ekkert sem bendir til þess að á því verði breytingar. Vandræði Halldórs eru margslungin. Og víst er að margir Sjálfstæðismenn horfa til breytinga en það er ekki hlaupið að því að finna lausnir.Gísli Marteinn lætur Halldór heyra þaðUndirliggjandi óánægjan braust meðal annars fram í áðurnefndri snakillri Twitter-færslu frá Gísla Marteini Baldurssyni sjónvarpsmanni. Nú ber að hafa það í huga að Gísli Marteinn er ekki hver sem er. Hann fór í prófkjörsslag við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson árið 2005, slagur sem hann tapaði naumlega. Þetta er stærsta prófkjör sem haldið hefur verið á Íslandi og vel að merkja, í könnunum þá var Sjálfstæðisflokkurinn að mælast með fylgi vel yfir 50 prósentum. Gísli Marteinn fjaraði út sem vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, einangraðist sem umhverfisverndarsinni, andstæðingur flugvallarins, fylgjandi hjólavæðingu og þéttingu byggðar. En nú er lag og hann lætur Halldór og Sjálfstæðismenn í borginni fá það óþvegið á Twitter:Gísli Marteinn tókst á við Vilhjálm Vilhjálmsson í miklum leiðtogaslag árið 2005 en varð undir.„Er hugsanlegt að hraðbrautaskipulag, meiri mengun, ný úthverfi, verri strætó og veik miðborg sé ekki að slá í gegn?“ Halldór Halldórsson bregst við á Twittervegg Gísla Marteins: „Betri strætó. Ekki snúa út úr. Minni mengun. Meira flæði. Samgöngur fyrir alla. Meira val.“ Gísli Marteinn lætur Halldór ekki eiga neitt inni hjá sér: „Þetta er ekki rétt Halldór. Þið viljið meiri og hraðari umferð en meirihlutinn. Kemur skýrt fram. Slíkt skapar aukna svifryksmengun.“ Í samskiptum þeirra má greina undirliggjandi átök um áherslur í borgarpólitíkinni. Halldór gefst ekki upp og svarar vígreifum Gísla:Áhyggjuefnið fyrir flugvallarvinina B+D í borgarstjórn er ekki að fylgið sé fast í 33%. Heldur hver vill vinna með þeim með þessa stefnu?— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) June 8, 2017 „Í stefnu okkar eru talað um forgangsakreinar fyrir strætó - betri strætó. Við viljum lækkun hraða í 30 km. mjög víða. Og betra flæði.“ Halldór er stjáklandi í afstöðu sinni, vandræði hans eru nánast áþreifanleg: „Sammála um að við viljum betri strætó? Gott. Við viljum lækka hraða í 30 km. Gott. Betra flæði ekki þrenging og mögulega mislæg gatnamót.“Heimskir kjósendurÞá höggva áhugamenn um pólitíkina í borginni eftir því að útskýringar Halldórs á því hvers vegna flokkurinn situr pikkfastur í könnunum mega heita sérkennilegar – ef ekki beinlínis skaðlegar. Viðskiptablaðið leitaði skýringa hjá oddvita flokksins, hvers vegna þessi staða?Hjálmar Sveinsson er umdeildur vegna baráttu sinnar fyrir þéttingu byggðar og hjólavæðingar, kallaður Holu-Hjálmar af andstæðingum sínum, en allt kemur fyrir ekki.„Í þriðja lagi segir Halldór að hann telur að fólk geri sér ekki neina grein fyrir því hvaða flokkar eru í meirihlutanum í Reykjavík. Það er kannski einhver sem hugsar að hann sé brjálaður út í Dag, borgarstjóra, og „Holu-Hjálmar,“ sami einstaklingur segir að götur í Reykjavík séu fullar af holum. Í kjölfarið telur fólk að þeir verði ekki kosnir. Svo er hringt frá fyrirtæki sem er að gera skoðanakönnun og þá segist fólk ætla að kjósa VG eða Pírata. En það eru einmitt þeir flokkar sem mynda þennan meirihluta,“ segir Halldór í samtali við Viðskiptablaðið.Veik staða HalldórsStundin hefur, meðal annarra, þegar gert sér mat úr þessum óheppilegu ummælum. Það getur vart verið til fagnaðar fyrir pólitíkus sem vill vera í náðinni meðal kjósenda að saka þá um heimsku. Sjálfstæðismenn eru sem sagt í bullandi vandræðum nú þegar tæpt ár er í borgarstjórnarkosningar. Óánægja er með Halldór, staða hans er veik en hann er ekki munaðarlaus innan flokksins.Andrés Jónsson. Líkast til er ofsagt að segja að það hlakki í Samfylkingarfólki, en þeim finnst ekki leiðinlegt að spá í vandræði Sjálfstæðisflokksins í borginni og tala um eyðimerkurgöngu.Hann er til að mynda tengdasonur dómkirkjuklerks, en Séra Hjálmar Jónsson er áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins sem fyrrverandi þingmaður og vel metinn hagyrðingur. Hversu vel það það dugar liggur ekki fyrir og það sem meira er, enginn er í sjónmáli sem gæti stokkið á sviðið.Samfylkingarmenn kætastSamfylkingarmenn hafa himinn höndum tekið, allt í einu eru vandræði þeirra ekki í brennidepli og höfð að háði og spotti. Andrés Jónsson segir í gær, á Facebooksíðu sinni, að líklega haldi eyðimerkurganga Sjálfstæðisflokksins í borginni áfram í næstu kosningum. „Þau geta gleymt því að finna einhvern spútnik oddvita sem kæmi sem bjargvættur utan frá. Ættu frekar að horfa til framtíðar og stilla upp einhverjum sem myndi vaxa í minnihluta á næsta kjörtímabili og kæmi til greina sem borgarstjóri 2022.“ Og Magnús Orri Schram, sem meðal annars fór í formannsslag í Samfylkingunni og naut þar stuðnings Dags, tekur undir með Andrési félaga sínum: „Svo virðist sem þeir séu læstir og innilokaðir. Til dæmis sýnist mér þeir vera eini hópurinn (meirihluti eða minnihluti) á öllu höfuðborgarsvæðinu sem er á móti Borgarlínu.“
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira