Jáeindaskanninn tekinn í notkun í haust: Upphafleg áætlun sögð óraunhæf Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 14:30 Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustunguna að húsi jáeindaskannans í janúar 2016. Vísir/Vilhelm Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17
Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53