Körfubolti

Ægir og félagar komnir upp í efstu deild

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir og félagar unnu einvígið gegn Palencia 3-0.
Ægir og félagar unnu einvígið gegn Palencia 3-0. vísir/andri marinó
Ægir Þór Steinarsson og félagar í spænska körfuboltaliðinu San Pablo Burgos tryggðu sér í kvöld sæti í efstu deild með eins stigs sigri, 85-86, á Palencia.

San Pablo vann alla þrjá leikina í einvíginu og leikur því í efstu deild á næsta tímabili.

Ægir spilaði í rúmar 20 mínútur í kvöld. Hann hitti aðeins úr einu af sex skotum sínum í leiknum og endaði með tvö stig. Ægir tók einnig tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Þegar ein mínúta og 15 sekúndur voru eftir var San Pablo fjórum stigum undir, 85-81, og útlitið því dökkt.

En Ægir og félagar gáfu í, skoruðu síðustu fimm stig leiksins og tryggðu sér sigurinn og sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×