Grunaður um tilraun til manndráps eftir deilur um bíl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 14:34 Maðurinn neitar sök og segir hinn manninn hafa beitt hnífnum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars. Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars.
Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06