Viðskipti innlent

Friðjón Þórðarson til GAMMA

Friðjón mun starfa við sérhæfðar fjárfestingar hjá GAMMA.
Friðjón mun starfa við sérhæfðar fjárfestingar hjá GAMMA.
Friðjón Þórðarson, sem starfaði meðal annars sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar Virðingar á árunum 2007 til 2008, hefur verið ráðinn til GAMMA Capital Management.

Mun Friðjón starfa við sérhæfðar fjárfestingar hjá GAMMA, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Friðjón hefur á undanförnum árum meðal annars unnið fyrir fjárfestingarfélagið Varða Capital.

GAMMA hefur að undanförnu aukið talsvert umsvif sín, meðal annars með opnun skrifstofu í London, og þá vinnur félagið að því að hefja starfsemi í New York og Zürich síðar á árinu.

Hagnaður GAMMA á síðasta ári nam 846 milljónum og tvöfaldaðist frá fyrra ári. Eignir í stýringu voru rúmlega 115 milljarðar í lok síðasta árs.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×