Lögfræðingur Donalds Trump neitar að veita upplýsingar í tengslum við Rússlandsrannsóknina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 23:54 Donald Trump er nú undir smásjá Bandaríkjaþings vegna meintra tengsla við Rússland. Vísir/AFP Tvær þingnefndir, sem rannsaka meint afskipti Rússlands af bandarískum stjórnmálum, hafa krafið lögfræðing Donalds Trump, Michael Cohen, um upplýsingar um samskipti sín við Rússland. BBC greinir frá. Michael Cohen staðfesti þetta við bandaríska fjölmiðla í dag og sagðist hafa verið beðinn um að „veita upplýsingar og vitnisburð“ um öll samskipti sem hann hafi átt við rússnesk yfirvöld. Cohen sagðist enn fremur hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Í samtali við CNN sagði Cohen að deildir þingsins ættu enn eftir að koma fram með einn einstakan snefil af trúverðugunum sönnunargögnum sem staðfesta téð afskipti Rússa. Þá greindi AP-fréttaveitan frá því í kvöld að Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, myndi afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa. Hann hafði áður synjað beiðninni. Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, er sagður hafa rætt í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Hann sætir nú rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Aðrir aðstoðarmenn Donalds Trump hafa fengið sambærilegar stefnur og lögfræðingurinn en þar á meðal eru Roger Stone, Paul Manafort og Carter Page. Hinir tveir fyrrnefndu eru sagðir hafa samþykkt beiðnina en Page er sagður eiga eftir að svara henni. Donald Trump Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Tvær þingnefndir, sem rannsaka meint afskipti Rússlands af bandarískum stjórnmálum, hafa krafið lögfræðing Donalds Trump, Michael Cohen, um upplýsingar um samskipti sín við Rússland. BBC greinir frá. Michael Cohen staðfesti þetta við bandaríska fjölmiðla í dag og sagðist hafa verið beðinn um að „veita upplýsingar og vitnisburð“ um öll samskipti sem hann hafi átt við rússnesk yfirvöld. Cohen sagðist enn fremur hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Í samtali við CNN sagði Cohen að deildir þingsins ættu enn eftir að koma fram með einn einstakan snefil af trúverðugunum sönnunargögnum sem staðfesta téð afskipti Rússa. Þá greindi AP-fréttaveitan frá því í kvöld að Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, myndi afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa. Hann hafði áður synjað beiðninni. Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, er sagður hafa rætt í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Hann sætir nú rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Aðrir aðstoðarmenn Donalds Trump hafa fengið sambærilegar stefnur og lögfræðingurinn en þar á meðal eru Roger Stone, Paul Manafort og Carter Page. Hinir tveir fyrrnefndu eru sagðir hafa samþykkt beiðnina en Page er sagður eiga eftir að svara henni.
Donald Trump Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46
Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28
Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03