Telur formennsku útvarpsstjóra ekki hafa áhrif á hlutlægni fréttastofu Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2017 13:31 Rakel Þorbergsdóttir segir útvarpsstjóra ekki hafa nein áhrif á fréttastofuna og vill meina að trúverðugleikinn standi traustum fótum. Óðinn Jónsson telur hins vegar aðhaldshlutverkið í uppnámi. „Formennska útvarpsstjóra í jafnréttisráði hefur engin áhrif á getu fréttastofunnar til að fjalla um ráðið eða mál tengd því. Fréttastofan er sjálfstæð og óháð ritstjórn sem útvarpsstjóri hefur engin afskipti eða áhrif á,“ segir í svari Rakelar Þorbergsdóttur fréttastjóra RUV við fyrirspurn Vísis.Í gær tilkynnti Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra að hann hafi skipað Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra formann jafnréttisráðs. Ekki virðast neinar efasemdir, hvorki hjá ráðherra né útvarpsstjóra, hafa vaknað um að það kynni að hafa áhrif á stöðu RUV, að aðhaldshlutverk fjölmiðilsins og óhæði gæti þar með verið teflt í voða.Á RUV að veita ráðherra aðhald? Óðinn Jónsson dagskrárgerðarmaður á RUV, fyrrverandi fréttastjóri þar en hann skrifaði á sínum tíma ítarlegar siðareglur fyrir stofnunina og telst sem slíkur sérfróður um fagleg atriði sem lúta að fréttamennsku, telur hins vegar engan vafa leika á því. Hann varpaði fram eftirfarandi spurningu á Facebooksíðu sinni í gær: „Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins er skipaður án tilnefningar til að leiða ráðgefandi nefnd á pólitísku sviði ráðherrans sem skipaði hann. Ætli þetta hafi gerst áður? Jafnréttisráð veitir vonandi ráðherranum og fleirum aðhald. Hver á að veita Jafnréttisráði aðhald? Ríkisútvarpið?“Telur trúverðugleika hinn sama og áður Ef setja má putta á samfélagslegt hlutverk fjölmiðla hlýtur það að snúa að aðhaldshlutverki gagnvart hinu opinbera og ráðandi öflum. En, Rakel telur hins vegar trúverðugleika fréttastofu RUV standa óhaggaðan þrátt fyrir þessa skipan Þorsteins. „Við nálgumst allar opinberar stofnanir, fyrirtæki, hagsmunaðila og aðra sem við fjöllum um með sama hætti. Beitum sömu vinnubrögðum og óhlutdrægni. Eftirlit og aðhald fréttastofunnar sem fjölmiðils er því ekki hætta búin og þessi skipan á ekki að rýra trúverðugleika fréttastofunnar.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Formennska útvarpsstjóra í jafnréttisráði hefur engin áhrif á getu fréttastofunnar til að fjalla um ráðið eða mál tengd því. Fréttastofan er sjálfstæð og óháð ritstjórn sem útvarpsstjóri hefur engin afskipti eða áhrif á,“ segir í svari Rakelar Þorbergsdóttur fréttastjóra RUV við fyrirspurn Vísis.Í gær tilkynnti Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra að hann hafi skipað Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra formann jafnréttisráðs. Ekki virðast neinar efasemdir, hvorki hjá ráðherra né útvarpsstjóra, hafa vaknað um að það kynni að hafa áhrif á stöðu RUV, að aðhaldshlutverk fjölmiðilsins og óhæði gæti þar með verið teflt í voða.Á RUV að veita ráðherra aðhald? Óðinn Jónsson dagskrárgerðarmaður á RUV, fyrrverandi fréttastjóri þar en hann skrifaði á sínum tíma ítarlegar siðareglur fyrir stofnunina og telst sem slíkur sérfróður um fagleg atriði sem lúta að fréttamennsku, telur hins vegar engan vafa leika á því. Hann varpaði fram eftirfarandi spurningu á Facebooksíðu sinni í gær: „Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins er skipaður án tilnefningar til að leiða ráðgefandi nefnd á pólitísku sviði ráðherrans sem skipaði hann. Ætli þetta hafi gerst áður? Jafnréttisráð veitir vonandi ráðherranum og fleirum aðhald. Hver á að veita Jafnréttisráði aðhald? Ríkisútvarpið?“Telur trúverðugleika hinn sama og áður Ef setja má putta á samfélagslegt hlutverk fjölmiðla hlýtur það að snúa að aðhaldshlutverki gagnvart hinu opinbera og ráðandi öflum. En, Rakel telur hins vegar trúverðugleika fréttastofu RUV standa óhaggaðan þrátt fyrir þessa skipan Þorsteins. „Við nálgumst allar opinberar stofnanir, fyrirtæki, hagsmunaðila og aðra sem við fjöllum um með sama hætti. Beitum sömu vinnubrögðum og óhlutdrægni. Eftirlit og aðhald fréttastofunnar sem fjölmiðils er því ekki hætta búin og þessi skipan á ekki að rýra trúverðugleika fréttastofunnar.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira