Fleiri hafa fengið vitlausa lyfjaskammta Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. maí 2017 06:00 Tveggja ára stúlku sem var ávísað röngum lyfjaskammti er að batna, en hún er undir eftirliti á Barnaspítala Hringsins, að sögn móðurinnar. Mynd/Sigríður Ákadóttir „Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
„Við fengum tilkynningu um atvikið frá Barnaspítala Hringsins og höfum strax brugðist við,“ segir Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og vísar þar í mál tveggja ára stúlku sem var í síðustu viku ávísað ofnæmislyfinu Atarax í margfaldri skammtastærð og Fréttablaðið greindi fyrst frá. Lyfjaskammturinn hefði getað verið banvænn. „Við sendum erindi á Lyfjastofnun og báðum um að þeir veki athygli lyfsala á því að gæta að því hvort skammtar eru eðlilegir eða ekki. Þá sendum við teymisstjóra rafrænnar sjúkraskrár ábendingu um að það vanti viðvörun í kerfið. Þegar ávísaður skammtur er að einhverju leyti frábrugðinn því sem vant er þá ætti að koma upp viðvörun og með sérstakri áherslu á börn. Ég ímynda mér að viðvörunin gæti verið með þeim hætti að læknirinn sé spurður hvort hann sé viss um að hann ætli að ávísa þessu lyfi í þessum skammti. Það er það sem er hægt að gera að okkar mati, bæta þetta rafræna kerfi,“ segir Anna Björg sem bendir á að mistökin geti verið fleiri og af öðrum meiði. „Það er líka hægt að fara línuvillt í ávísun lyfja. Við höfum nýlegt dæmi um það. Það hafði engar afleiðingar,“ ítrekar Anna Björg en segir þó að málið hafi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Þá kom upp áþekkt atvik og í tilviki barnsins á heilsugæslustöð á síðasta ári. „Læknir ávísaði lyfi á barn í röngum skammti. Þá voru einnig valdar töflur í stað mixtúru,“ segir Anna Björg og segir atvikið ekki hafa haft afleiðingar á heilsu þess barns. Fjögur til fimm tilvik hafi verið tilkynnt til landlæknisembættisins á síðustu árum. „Þar var rangt lyf valið eða vitlaust form á lyfseðli. Í þessum tilvikum fóru mistökin líka fram hjá lyfsölum,“ segir Anna Björg. En hver ber ábyrgðina skyldi þetta henda aftur og hafa afleiðingar á heilsu fólks? „Ábyrgðin er tvíþætt. Læknir ber ábyrgð á sinni ávísun en lyfjafræðingur bera líka ábyrgð á því að tryggja að það sé ekkert rangt í lyfjagjöfinni,“ segir Anna Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira