Engin ástæða til að bregðast sérstaklega við opnun Costco Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 15:06 "Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. vísir/pjetur Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“ Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“
Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00