Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2017 21:15 Í síðustu viku var sagt frá tuttugu og eins árs gömlum manni sem hefur ítrekað fengið sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar - þar sem honum er boðið tuttugu þúsund króna lán. Er honum bent á í skilaboðunum að það sé mun þægilegra en að fara í bankann, að hann þurfi eingöngu að svara skilaboðunum og þá fái hann lán. Maðurinn segist aldrei hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið. Fleiri hafa fengið sambærileg skilaboð frá smálánafyrirtækjum án þess að eiga viðskiptasögu við fyrirtækið - fólk hefur bent á það í athugasemdum við frétt um málið á Vísi, í skilaboðum til Fréttastofu og annars staðar þar sem umræða skapast um málið.Hér má sjá dæmi um sms-skeyti sem hafa borist mönnum.Póst- og fjarskiptastofnun hefur málið á sínu borði enda er ólöglegt að senda óumbeðin fjarskipti. „Við höfum fengið nýlega tvær kvartanir frá fólki sem fær sms um að það geti tekið smálán með tiltölulega greiðum hætti - og fólkið telur sig ekki eiga að fá slík skeyti," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga er aðeins leyfilegt að senda skilaboð í markaðssetningu ef fyrir liggur heimild. Þá þarf neytandi að samþykkja að fá slík skilaboð á skýran hátt. Hrafnkell hvetur þá sem fá óumbeðin skilaboð frá fyrirtækjum að láta Póst - og fjarskiptastofnun vita af því og í kjölfarið hefur stofnunin samband við viðkomandi fyrirtæki. „Þá verður fyrirtækið að reiða fram sönnun þess að það hafi í raun og veru verið veitt þetta samþykki og ef ekki þá lítum við svo á að ekki samþykki hafi verið veitt," segir Hrafnkell. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Í síðustu viku var sagt frá tuttugu og eins árs gömlum manni sem hefur ítrekað fengið sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar - þar sem honum er boðið tuttugu þúsund króna lán. Er honum bent á í skilaboðunum að það sé mun þægilegra en að fara í bankann, að hann þurfi eingöngu að svara skilaboðunum og þá fái hann lán. Maðurinn segist aldrei hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið. Fleiri hafa fengið sambærileg skilaboð frá smálánafyrirtækjum án þess að eiga viðskiptasögu við fyrirtækið - fólk hefur bent á það í athugasemdum við frétt um málið á Vísi, í skilaboðum til Fréttastofu og annars staðar þar sem umræða skapast um málið.Hér má sjá dæmi um sms-skeyti sem hafa borist mönnum.Póst- og fjarskiptastofnun hefur málið á sínu borði enda er ólöglegt að senda óumbeðin fjarskipti. „Við höfum fengið nýlega tvær kvartanir frá fólki sem fær sms um að það geti tekið smálán með tiltölulega greiðum hætti - og fólkið telur sig ekki eiga að fá slík skeyti," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga er aðeins leyfilegt að senda skilaboð í markaðssetningu ef fyrir liggur heimild. Þá þarf neytandi að samþykkja að fá slík skilaboð á skýran hátt. Hrafnkell hvetur þá sem fá óumbeðin skilaboð frá fyrirtækjum að láta Póst - og fjarskiptastofnun vita af því og í kjölfarið hefur stofnunin samband við viðkomandi fyrirtæki. „Þá verður fyrirtækið að reiða fram sönnun þess að það hafi í raun og veru verið veitt þetta samþykki og ef ekki þá lítum við svo á að ekki samþykki hafi verið veitt," segir Hrafnkell.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00