Óli Stefán: Meistari Jankovic teiknaði þetta upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2017 21:49 Óli Stefán og félagar eru í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með sjö stig. vísir/ernir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var virkilega ánægður með sigurinn á ÍA á Akranesi í kvöld. „Þegar ég var að setja leikinn upp voru jafntefli alltaf sterk úrslit fyrir mig. Sigur hefði verið bónus,“ sagði Óli Stefán í samtali við Vísi eftir leik. „Við skildum allt eftir úti á vellinum og unnum þvílíkt fyrir þessu. Þess vegna er ég rosalega stoltur og ánægður með strákana.“ Grindavík átti undir högg að sækja lengi vel í fyrri hálfleik. Undir lok hans fengu Skagamenn svo gullið tækifæri til að komast yfir en Kristijan Jajalo varði vítaspyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Óli Stefán segir að sú varsla hafi vegið þungt. „Við byrjuðum vel og það voru gæði í okkar leik. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum. En vindurinn var erfiður, þeir settu háa bolta inn á teiginn og þetta var mikil barátta. Þeir tóku yfir leikinn á þessum kafla en Kristijan kom upp á hárréttu augnabliki fyrir okkur.“ Grindvíkingar skoruðu snemma í seinni hálfleik og voru með góð tök á leiknum eftir það. „Það er gaman að því að þetta mark kom meistari [Milan Stefán] Jankovic upp með í dag. Teiknaði upp innkast og það virkaði. Mér fannst við ná takti eftir þetta og hlupum og börðumst og spiluðum flottan fótbolta,“ sagði Óli Stefán sem er vonum ánægður með uppskeru Grindvíkinga til þessa; sjö stig í Pepsi-deildinni og komnir áfram í Borgunarbikarnum. „Ég gæti alveg beðið um meira en ætla ekki að gera það. Ég er mjög raunsær og geri mér fyllilega grein fyrir hvar við erum og hverjir við erum og þakka fyrir öll stig sem við fáum. En við vinnum mikið fyrir þeim og strákarnir og þjálfarateymið hafa lagt mikið á sig. Ég var líka sérstaklega ánægður að sjá stuðninginn sem við fengum í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var virkilega ánægður með sigurinn á ÍA á Akranesi í kvöld. „Þegar ég var að setja leikinn upp voru jafntefli alltaf sterk úrslit fyrir mig. Sigur hefði verið bónus,“ sagði Óli Stefán í samtali við Vísi eftir leik. „Við skildum allt eftir úti á vellinum og unnum þvílíkt fyrir þessu. Þess vegna er ég rosalega stoltur og ánægður með strákana.“ Grindavík átti undir högg að sækja lengi vel í fyrri hálfleik. Undir lok hans fengu Skagamenn svo gullið tækifæri til að komast yfir en Kristijan Jajalo varði vítaspyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Óli Stefán segir að sú varsla hafi vegið þungt. „Við byrjuðum vel og það voru gæði í okkar leik. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum. En vindurinn var erfiður, þeir settu háa bolta inn á teiginn og þetta var mikil barátta. Þeir tóku yfir leikinn á þessum kafla en Kristijan kom upp á hárréttu augnabliki fyrir okkur.“ Grindvíkingar skoruðu snemma í seinni hálfleik og voru með góð tök á leiknum eftir það. „Það er gaman að því að þetta mark kom meistari [Milan Stefán] Jankovic upp með í dag. Teiknaði upp innkast og það virkaði. Mér fannst við ná takti eftir þetta og hlupum og börðumst og spiluðum flottan fótbolta,“ sagði Óli Stefán sem er vonum ánægður með uppskeru Grindvíkinga til þessa; sjö stig í Pepsi-deildinni og komnir áfram í Borgunarbikarnum. „Ég gæti alveg beðið um meira en ætla ekki að gera það. Ég er mjög raunsær og geri mér fyllilega grein fyrir hvar við erum og hverjir við erum og þakka fyrir öll stig sem við fáum. En við vinnum mikið fyrir þeim og strákarnir og þjálfarateymið hafa lagt mikið á sig. Ég var líka sérstaklega ánægður að sjá stuðninginn sem við fengum í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira