Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Polar Nanoq var snúið við til hafnar eftir að grunur vaknaði um að um borð væri sá sem bæri ábyrgð á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00