Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 00:00 Linda Björk og Margrét María voru á tónleikunum í kvöld. Vísir/Facebook/AFP Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“ Hryðjuverk í Manchester Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira