Undirbúningur opnunarinnar í þrjú ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00