Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2017 06:58 Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01