Innlent

Forsetinn sendi samúðarkveðju til Bretadrottningar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

22 eru látnir og 59 særðir en árásin var gerð í tónleikahöllinni Manchester Arena þegar tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande var nýlokið. Börn eru á meðal þeirra sem létust.

Í kveðju sinni til drottningar segir forsetinn meðal annars „að ekkert réttlæti hryðjuverk, enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi. Hugur okkar Íslendinga sé hjá þeim særðu og þeim sem nú syrgja látna ástvini. Hann meti mikils viðbrögð þeirra sem komu slösuðum til bjargar á voðastundu og þann ríka samhug sem skapaðist í borginni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×