Söngkonan hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu í kjölfar atburðanna við Manchester Arena í gærkvöldi þar sem að minnsta kosti 22 létu lífið og tugir slösuðust í sjálfsmorðsárás.
Tónleikum Ariönu var nýlokið þegar sprengjan sprakk.
Sjá einnig: Ég er ekki kjötstykki
Ariana Grande er 23 ára gömul söngkona og leikkona frá Bandaríkjunum. Hún hefur verið vinsæl söngkona fráunglingsaldri og hefur frá árinu 2011 átt lög í efstu sætum vinsældalista víða um heim.
Grande hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og spilaði í Birmingham og Dublin áður en hún kom til Manchester. Grande átti að koma fram í London á fimmtudag og föstudag en hún hefur hætt við það og samkvæmt erlendum miðlum hefur verið ákveðið að fella niður alla tónleikaröðina víðs vegar á meginlandi Evrópu.