Forseti Íslands hvetur roskna Hafnfirðinga til að hreyfa sig Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2017 15:55 Forseti og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við Packard-bifreið embættis forseta Íslands. Ekki kemur fram á vef forsetans hver konan á milli þeirra er. En hún heitir Valgerður Sigurðardóttir og er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri. Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri.
Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira