Áhætta fylgir því að nota Facebook frítt Tinni Sveinsson skrifar 23. maí 2017 18:00 Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir. William Iven „Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Tækni Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Tækni Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira