Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri 24. maí 2017 07:00 Fólk kom saman í borginni til að minnast hinna látnu og biðja fyrir hinum særðu. vísir/epa Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53