Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort samfélagið líti á aldraða sem rusl Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort samfélagið líti á aldraða sem rusl Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15