Vísbendingar um að heilsuúrin séu langt frá því að gefa upp rétta mynd af brennslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 19:47 Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu, segir einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum. Heilsa Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum.
Heilsa Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira