Skotsilfur Markaðarins: Ráðherra á evrubolnum og bankaflótti Ritstjórn Markaðarins skrifar 26. maí 2017 16:00 Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.Bankaflótti Ekkert lát er á áframhaldandi hagræðingaraðgerðum í bankakerfinu en Íslandsbanki tilkynnti í gær að 20 starfsmönnum hefði verið sagt upp samhliða því að gerðar voru breytingar á skipulagi bankans. Á meðal þeirra sem hætta eru Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða. Þá vakti athygli að Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefði verið ráðinn til VÍS og þá mun Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, einnig vera að hætta í bankanum.Ragnhildur Geirsdóttir hætti hjá Landsbankanum í vikunni.„No comment“ Ekkert hefur heyrst af gangi fjármögnunar stærsta hótels landsins, sem á að vera upp á 400-450 herbergi og staðsett í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Jóhann Halldórsson, framkvæmdastjóri S8 ehf., sem stýrir undirbúningi verkefnisins og fjármögnun þess, hefur ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum síðan í janúar 2016. Vildi hann í samtali við Markaðinn ekkert gefa upp um hvort enn stæði til að reisa hótelið og sagði einfaldlega „No comment“. Framkvæmdir við hótelið áttu í árslok 2015 að hefjast sumarið á eftir.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira