Jarðfræðingur tekur heljarstökk yfir í hjúkrun Landspítalinn kynnir 26. maí 2017 14:45 Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag. Stór hluti vinnunnar fer þó fram á skrifstofu án mannlegra samskipta. Það var mannlegi þátturinn sem heillaði hana við hjúkrunina. „Ég valdi hjúkrun vegna þess að mig langar til að verða ljósmóðir. Svo einfalt er það. En ég er samt jarðfræðingur að upplagi og var langt komin með meistaragráðu í því fagi þegar að ég breytti um takt og skráði mig í hjúkrunarfræði. Mig ætlaði alltaf að verða læknir, en slysaðist engu að síður í jarðfræði. Svo þróaðist þetta bara einhvern veginn svona. Ég eignaðist þrjú börn og það varð mér slíkur innblástur að ég varð harðákveðin í að verða hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir." Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag og vettvangsferðir mikið afbragð, en megnið af faginu snúist samt um skrifstofuvinnu, sem sé að miklu leyti án mannlegra samskipta. "Og það er einmitt sá þáttur sem heillar mig sennilega mest við hjúkrunarfræðina. Öll þessi samskipti sem fylgja þeirri grein. Ég starfa á kvenlækningadeild Landspítala meðfram náminu í dag, en var áður á lungnadeildinni." Okkar kona er Reykvíkingur í húð og hár. Fædd árið 1982, alin upp í Hlíðunum og býr í dag við Háaleitisbraut. Maður Guðmundu Maríu er fjarskiptaverkfræðingur og þau bjuggu um eins árs skeið á Grænlandi, en annars hefur hún búið alla tíð í Reykjavík. Lífið eftir vinnu snýst að miklu leyti um stúss kringum börnin þrjú, sem fæddust árin 2007, 2009 og 2013. En Guðmunda María nær samt að skella sér í fullorðinsfimleika hjá Ármanni þrisvar í viku og hefur gert í allan vetur. "Ég hef engan bakgrunn úr fimleikum, en þetta er ótrúlega gaman og mikil ögrun fyrir hugrekkið. Ég ímyndaði mér til dæmis aldrei að ég ætti eftir að fara í heljarstökk, en er búin að læra það núna. Þetta er skemmtilegasta hreyfing sem ég hef stundað!" Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira
„Ég valdi hjúkrun vegna þess að mig langar til að verða ljósmóðir. Svo einfalt er það. En ég er samt jarðfræðingur að upplagi og var langt komin með meistaragráðu í því fagi þegar að ég breytti um takt og skráði mig í hjúkrunarfræði. Mig ætlaði alltaf að verða læknir, en slysaðist engu að síður í jarðfræði. Svo þróaðist þetta bara einhvern veginn svona. Ég eignaðist þrjú börn og það varð mér slíkur innblástur að ég varð harðákveðin í að verða hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir." Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag og vettvangsferðir mikið afbragð, en megnið af faginu snúist samt um skrifstofuvinnu, sem sé að miklu leyti án mannlegra samskipta. "Og það er einmitt sá þáttur sem heillar mig sennilega mest við hjúkrunarfræðina. Öll þessi samskipti sem fylgja þeirri grein. Ég starfa á kvenlækningadeild Landspítala meðfram náminu í dag, en var áður á lungnadeildinni." Okkar kona er Reykvíkingur í húð og hár. Fædd árið 1982, alin upp í Hlíðunum og býr í dag við Háaleitisbraut. Maður Guðmundu Maríu er fjarskiptaverkfræðingur og þau bjuggu um eins árs skeið á Grænlandi, en annars hefur hún búið alla tíð í Reykjavík. Lífið eftir vinnu snýst að miklu leyti um stúss kringum börnin þrjú, sem fæddust árin 2007, 2009 og 2013. En Guðmunda María nær samt að skella sér í fullorðinsfimleika hjá Ármanni þrisvar í viku og hefur gert í allan vetur. "Ég hef engan bakgrunn úr fimleikum, en þetta er ótrúlega gaman og mikil ögrun fyrir hugrekkið. Ég ímyndaði mér til dæmis aldrei að ég ætti eftir að fara í heljarstökk, en er búin að læra það núna. Þetta er skemmtilegasta hreyfing sem ég hef stundað!" Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira