Körfubolti

Ægir og félagar komnir í lokaúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Ernir
Ægir Þór Steinarsson og félagar í San Pablo Inmobiliaria Burgos fóru taplausir í lokaúrslit spænsku b-deildarinnar í körfubolta.

Burgos vann þriðja leikinn í röð á móti Breogán í kvöld og spilar um laust sæti í ACB-deildinni. Það er meiri spenna í hinu einvíginu þar sem Oviedo og Palencia mætast.

San Pablo Burgos vann fyrsta leikinn með 13 stigum, annan leikinn með 9 stigum og loks leikinn í kvöld með 11 stigum.

Burgos var fimm stigum yfir í hálfeik, 42-37, og var með frumkvæðið nær allan tímann. Liðsmenn Breogán gerðu allt til að seinka sumarfríin en urðu að játa sig sigraða.

Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson var með 3 stig, 6 stoðsendingar og 3 fráköst á þeim 23 mínútum sem hann spilaði í kvöld. Ægir gaf flestar stoðsendingar í sínu liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×