Árásin í Manchester: Tveir ungir menn handteknir Anton Egilsson skrifar 27. maí 2017 10:04 Gríðarleg sorg ríkir í Manchesterborg vegna árásarinnar. Vísir/EPA Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Mennirnir sem eru 20 og 22 ára að aldri eru grunaðir um aðild að árásinni að sögn lögregluyfirvalda í Manchester. Alls ellefu einstaklingar eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar sem gerð var á mánudagskvöld þegar hinn 22 ára gamli Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar með þeim afleiðingum að 22 einstaklingar létust og tugir slösuðust. Meðal þeirra sem lögregla hefur í haldi er bróðir Abedi. Atvikið átti sér stað að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande. Grande sem er ein vinsælasta söngkona heims hefur gefið það út að hún hyggist snúa fljótlega aftur til Manchester og halda styrktartónleika fyrir fjölskyldur þeirra sem létust í árásinni. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London en 56 manns týndu lífi sínu í árásunum.Latest update pic.twitter.com/KiKoeNzfWf— G M Police (@gmpolice) May 27, 2017 Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande með skilaboð til aðdáenda: "Hatrið má ekki sigra“ Bandaríska sönkonan Ariana Grande hyllir aðdáendur sína í skilaboðum sem hún birti á Twitter síðdegis í dag. 26. maí 2017 18:27 Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Lögregla í Manchester segir rannsókninni miða vel áfram Lögregluyfirvöld í Manchester segja að "mikilvægar handtökur“ hafi verið gerðar í tengslum við árásina í Manchester og að söfnun sönnunargagna hafi einnig skilað miklu. 26. maí 2017 19:28 Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt. 24. maí 2017 07:00 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Mennirnir sem eru 20 og 22 ára að aldri eru grunaðir um aðild að árásinni að sögn lögregluyfirvalda í Manchester. Alls ellefu einstaklingar eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar sem gerð var á mánudagskvöld þegar hinn 22 ára gamli Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar með þeim afleiðingum að 22 einstaklingar létust og tugir slösuðust. Meðal þeirra sem lögregla hefur í haldi er bróðir Abedi. Atvikið átti sér stað að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande. Grande sem er ein vinsælasta söngkona heims hefur gefið það út að hún hyggist snúa fljótlega aftur til Manchester og halda styrktartónleika fyrir fjölskyldur þeirra sem létust í árásinni. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London en 56 manns týndu lífi sínu í árásunum.Latest update pic.twitter.com/KiKoeNzfWf— G M Police (@gmpolice) May 27, 2017
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande með skilaboð til aðdáenda: "Hatrið má ekki sigra“ Bandaríska sönkonan Ariana Grande hyllir aðdáendur sína í skilaboðum sem hún birti á Twitter síðdegis í dag. 26. maí 2017 18:27 Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Lögregla í Manchester segir rannsókninni miða vel áfram Lögregluyfirvöld í Manchester segja að "mikilvægar handtökur“ hafi verið gerðar í tengslum við árásina í Manchester og að söfnun sönnunargagna hafi einnig skilað miklu. 26. maí 2017 19:28 Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt. 24. maí 2017 07:00 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Ariana Grande með skilaboð til aðdáenda: "Hatrið má ekki sigra“ Bandaríska sönkonan Ariana Grande hyllir aðdáendur sína í skilaboðum sem hún birti á Twitter síðdegis í dag. 26. maí 2017 18:27
Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41
Lögregla í Manchester segir rannsókninni miða vel áfram Lögregluyfirvöld í Manchester segja að "mikilvægar handtökur“ hafi verið gerðar í tengslum við árásina í Manchester og að söfnun sönnunargagna hafi einnig skilað miklu. 26. maí 2017 19:28
Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt. 24. maí 2017 07:00
Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17