Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2017 08:00 Merkel skolaði ummælunum niður með einum hrímuðum. Vísir/Epa Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans. Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans.
Donald Trump Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira