„Opinbera heilbrigðiskerfinu er haldið við sultarmörk meðan fjármunir renna ljúflega í einkarekstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 21:36 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í pontu í kvöld. vísir/stefán Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór um víðan völl í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld og gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum. Hann vakti til að mynda athygli á þeim hröðu tæknibreytingum sem nú eru að verða með tilkomu gervigreindar og sagði að vélar væru þannig farnar að hlusta, tala og skilja. Þær þyrftu því ekki daglega stjórn frá mönnum til að leysa margbreytilega og flókin verkefni og þannig myndu störf sem bæði háskólamenntaðir og minna menntaðir sinna hverfa með tímanum. Við þyrftum að undirbúa okkur fyrir slíka framtíð og sagði Logi menntun vera lykilþátt í því. „Skapandi hugsun og tölvufærni mun verða lykilþáttur í þróun atvinnulífsins. Ekkert í stefnu stjórnarinnar mætir þessu: Framlag til framhaldsskóla, háskóla og nýsköpunar eru í engu samræmi við það sem þau þyrftu að vera. Áfram verða íslenskir háskólar hálfdrættingar á við það systurskóla sína Norðurlöndunum. Loforð um að framhaldsskólarnir njóti hagræðingar vegna styttingar þeirra var svikið. Fleiri hundruð milljónir verða hrifsaðir úr skólunum á næstu árum. Komið hefur í ljós að hér var um sparnaðaraðgerð að ræða en ekki áform um að bæta skólastarf í landinu,“ sagði Logi.Sagði ríkisstjórnina hunsa vilja þjóðarinnar þegar það kæmi að heilbrigðismálum Þá gagnrýndi hann jafnframt stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og sagði hana hunsa vilja þjóðarinnar í málaflokknum. Þannig vildu 92 prósent þjóðarinnar aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið og 86 prósent vildu reka félagslegt heilbrigðiskerfi. „Opinbera heilbrigðiskerfinu er haldið við sultarmörk meðan fjármunir renna ljúflega í einkarekstur, án þess að sýnt sé fram á hagkvæmi slíks. Þar er kraninn opinn. Ríkisstjórnin tilbúinn að borga eftir hendinni þegar læknar í einkarekstri senda reikning en opinberum stofnunum sagt að hagræða. Landspítalinn er orðinn svo heit kartafla að stjórnin getur ekki haldið á henni. Hún ræður ekki við reksturinn; sér þá einu lausn að setja pólitíska agenta yfir stjórn spítalans til að fela vandræðagang sinn. Þrátt fyrir þá staðreynd að margt sé vel gert í heilbrigðismálum er æpandi sú staðreynd að þeim fjölgar sem sleppa því að sækja sér læknisþjónustu vegna kostnaðar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar.Samkennd og samhjálp birtist í samneyslunni Logi gagnrýndi einnig önnur einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar, til að mynda þegar kæmi að sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla við Tækniskólann og mögulega einkavæðingu hluta Keflavíkurflugvallar. „Sífellt fleiri alþjóðlegar rannsóknir að aukinn jöfnuður sé farsælasta leiðin til að skapa kraftmikið samfélag velsældar og friðar. Það er því óþolandi að ríkisstjórnin noti ekki skattkerfið og markaðstengd auðlindagjöld til þess að auka jöfnuð og gefa öllum tækifæri til þátttöku. Í fjármálaáætlun er meira að segja fullyrt að skattlagning sé andstæða frelsis. Hvaðan kemur sú undarlega hugmynd frú forseti?“ Logi sagði að þvert á móti skapaði samneyslan flestum landsmönnum frelsi og tryggði stærstum hluta almennings áhyggjulítið og innihaldsríkt líf. „Því fullyrði ég á móti: Skattgreiðslur eru skynsamlegasta fjárfesting langflestra Íslendinga á ævinni. Í samneyslunni birtist það fallegasta í mannlífinu; samkennd og samhjálp.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór um víðan völl í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld og gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar á ýmsum sviðum. Hann vakti til að mynda athygli á þeim hröðu tæknibreytingum sem nú eru að verða með tilkomu gervigreindar og sagði að vélar væru þannig farnar að hlusta, tala og skilja. Þær þyrftu því ekki daglega stjórn frá mönnum til að leysa margbreytilega og flókin verkefni og þannig myndu störf sem bæði háskólamenntaðir og minna menntaðir sinna hverfa með tímanum. Við þyrftum að undirbúa okkur fyrir slíka framtíð og sagði Logi menntun vera lykilþátt í því. „Skapandi hugsun og tölvufærni mun verða lykilþáttur í þróun atvinnulífsins. Ekkert í stefnu stjórnarinnar mætir þessu: Framlag til framhaldsskóla, háskóla og nýsköpunar eru í engu samræmi við það sem þau þyrftu að vera. Áfram verða íslenskir háskólar hálfdrættingar á við það systurskóla sína Norðurlöndunum. Loforð um að framhaldsskólarnir njóti hagræðingar vegna styttingar þeirra var svikið. Fleiri hundruð milljónir verða hrifsaðir úr skólunum á næstu árum. Komið hefur í ljós að hér var um sparnaðaraðgerð að ræða en ekki áform um að bæta skólastarf í landinu,“ sagði Logi.Sagði ríkisstjórnina hunsa vilja þjóðarinnar þegar það kæmi að heilbrigðismálum Þá gagnrýndi hann jafnframt stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og sagði hana hunsa vilja þjóðarinnar í málaflokknum. Þannig vildu 92 prósent þjóðarinnar aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið og 86 prósent vildu reka félagslegt heilbrigðiskerfi. „Opinbera heilbrigðiskerfinu er haldið við sultarmörk meðan fjármunir renna ljúflega í einkarekstur, án þess að sýnt sé fram á hagkvæmi slíks. Þar er kraninn opinn. Ríkisstjórnin tilbúinn að borga eftir hendinni þegar læknar í einkarekstri senda reikning en opinberum stofnunum sagt að hagræða. Landspítalinn er orðinn svo heit kartafla að stjórnin getur ekki haldið á henni. Hún ræður ekki við reksturinn; sér þá einu lausn að setja pólitíska agenta yfir stjórn spítalans til að fela vandræðagang sinn. Þrátt fyrir þá staðreynd að margt sé vel gert í heilbrigðismálum er æpandi sú staðreynd að þeim fjölgar sem sleppa því að sækja sér læknisþjónustu vegna kostnaðar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar.Samkennd og samhjálp birtist í samneyslunni Logi gagnrýndi einnig önnur einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar, til að mynda þegar kæmi að sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla við Tækniskólann og mögulega einkavæðingu hluta Keflavíkurflugvallar. „Sífellt fleiri alþjóðlegar rannsóknir að aukinn jöfnuður sé farsælasta leiðin til að skapa kraftmikið samfélag velsældar og friðar. Það er því óþolandi að ríkisstjórnin noti ekki skattkerfið og markaðstengd auðlindagjöld til þess að auka jöfnuð og gefa öllum tækifæri til þátttöku. Í fjármálaáætlun er meira að segja fullyrt að skattlagning sé andstæða frelsis. Hvaðan kemur sú undarlega hugmynd frú forseti?“ Logi sagði að þvert á móti skapaði samneyslan flestum landsmönnum frelsi og tryggði stærstum hluta almennings áhyggjulítið og innihaldsríkt líf. „Því fullyrði ég á móti: Skattgreiðslur eru skynsamlegasta fjárfesting langflestra Íslendinga á ævinni. Í samneyslunni birtist það fallegasta í mannlífinu; samkennd og samhjálp.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58