Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 22:53 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, afhendir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, tillögu sína í dag. mynd/alþingi Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Ástráður hefur ritað Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, en Sigríður afhenti forsetanum tillögu sína um skipan dómara við Landsrétt í dag. Fjórir af þeim sem nefndin mat hæfasta hljóta ekki náð fyrir augum ráðherrans en auk Ástráðs eru það þeir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í staðinn leggur Sigríður til að þau Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, Ásmundur Helgason, héraðsdómari, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, og Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari, verði skipuð en þau voru ekki á lista nefndarinnar yfir hæfustu einstaklingana til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Í bréfi Ástráðs kemur fram að hann telji skipan Sigríðar ekki í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem hún gerir tillögu um hóp fólks en ekki um hvern og einn í embætti dómara. Því beri að hafna tillögu ráðherrans þar sem ákvæðið kveði á um að greiða eigi atkvæði um hverja og eina tillögu. Þar að auki sé ráðherrann bundinn af því að ekki séu gerðar minni kröfur til hans um rökstuðning og innbyrðis samanburð umsækjenda en hjá dómnefndinni. „Rökstuðningur ráðherra getur ekki verið á almennum nótum eða tekið til hóps manna sameiginlega eins og dómsmálaráðherra hefur teflt fram. Ráðherra verður að rökstyðja sérstaklega fyrir hvern nafngreindan umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastana hvers vegna ráðherra leggur til að viðkomandi verði ekki skipaður og gera rökstudda tillögu um annan nafngreindan umsækjanda í staðinn,“ segir í bréfi Ástráðs en það má sjá í heild í viðhengi neðst í fréttinni. Þá gagnrýndi Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, Sigríði harðlega í tíufréttum RÚV og sagði hana brjóta lög með því að leggja til að aðrir en þeir sem nefndin mat hæfasta verði skipaðir í embætti dómara við réttinn. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Ástráður hefur ritað Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, en Sigríður afhenti forsetanum tillögu sína um skipan dómara við Landsrétt í dag. Fjórir af þeim sem nefndin mat hæfasta hljóta ekki náð fyrir augum ráðherrans en auk Ástráðs eru það þeir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í staðinn leggur Sigríður til að þau Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, Ásmundur Helgason, héraðsdómari, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, og Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari, verði skipuð en þau voru ekki á lista nefndarinnar yfir hæfustu einstaklingana til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Í bréfi Ástráðs kemur fram að hann telji skipan Sigríðar ekki í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem hún gerir tillögu um hóp fólks en ekki um hvern og einn í embætti dómara. Því beri að hafna tillögu ráðherrans þar sem ákvæðið kveði á um að greiða eigi atkvæði um hverja og eina tillögu. Þar að auki sé ráðherrann bundinn af því að ekki séu gerðar minni kröfur til hans um rökstuðning og innbyrðis samanburð umsækjenda en hjá dómnefndinni. „Rökstuðningur ráðherra getur ekki verið á almennum nótum eða tekið til hóps manna sameiginlega eins og dómsmálaráðherra hefur teflt fram. Ráðherra verður að rökstyðja sérstaklega fyrir hvern nafngreindan umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastana hvers vegna ráðherra leggur til að viðkomandi verði ekki skipaður og gera rökstudda tillögu um annan nafngreindan umsækjanda í staðinn,“ segir í bréfi Ástráðs en það má sjá í heild í viðhengi neðst í fréttinni. Þá gagnrýndi Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, Sigríði harðlega í tíufréttum RÚV og sagði hana brjóta lög með því að leggja til að aðrir en þeir sem nefndin mat hæfasta verði skipaðir í embætti dómara við réttinn.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09