Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 22:53 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, afhendir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, tillögu sína í dag. mynd/alþingi Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Ástráður hefur ritað Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, en Sigríður afhenti forsetanum tillögu sína um skipan dómara við Landsrétt í dag. Fjórir af þeim sem nefndin mat hæfasta hljóta ekki náð fyrir augum ráðherrans en auk Ástráðs eru það þeir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í staðinn leggur Sigríður til að þau Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, Ásmundur Helgason, héraðsdómari, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, og Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari, verði skipuð en þau voru ekki á lista nefndarinnar yfir hæfustu einstaklingana til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Í bréfi Ástráðs kemur fram að hann telji skipan Sigríðar ekki í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem hún gerir tillögu um hóp fólks en ekki um hvern og einn í embætti dómara. Því beri að hafna tillögu ráðherrans þar sem ákvæðið kveði á um að greiða eigi atkvæði um hverja og eina tillögu. Þar að auki sé ráðherrann bundinn af því að ekki séu gerðar minni kröfur til hans um rökstuðning og innbyrðis samanburð umsækjenda en hjá dómnefndinni. „Rökstuðningur ráðherra getur ekki verið á almennum nótum eða tekið til hóps manna sameiginlega eins og dómsmálaráðherra hefur teflt fram. Ráðherra verður að rökstyðja sérstaklega fyrir hvern nafngreindan umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastana hvers vegna ráðherra leggur til að viðkomandi verði ekki skipaður og gera rökstudda tillögu um annan nafngreindan umsækjanda í staðinn,“ segir í bréfi Ástráðs en það má sjá í heild í viðhengi neðst í fréttinni. Þá gagnrýndi Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, Sigríði harðlega í tíufréttum RÚV og sagði hana brjóta lög með því að leggja til að aðrir en þeir sem nefndin mat hæfasta verði skipaðir í embætti dómara við réttinn. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Ástráður hefur ritað Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, en Sigríður afhenti forsetanum tillögu sína um skipan dómara við Landsrétt í dag. Fjórir af þeim sem nefndin mat hæfasta hljóta ekki náð fyrir augum ráðherrans en auk Ástráðs eru það þeir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í staðinn leggur Sigríður til að þau Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, Ásmundur Helgason, héraðsdómari, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, og Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari, verði skipuð en þau voru ekki á lista nefndarinnar yfir hæfustu einstaklingana til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Í bréfi Ástráðs kemur fram að hann telji skipan Sigríðar ekki í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem hún gerir tillögu um hóp fólks en ekki um hvern og einn í embætti dómara. Því beri að hafna tillögu ráðherrans þar sem ákvæðið kveði á um að greiða eigi atkvæði um hverja og eina tillögu. Þar að auki sé ráðherrann bundinn af því að ekki séu gerðar minni kröfur til hans um rökstuðning og innbyrðis samanburð umsækjenda en hjá dómnefndinni. „Rökstuðningur ráðherra getur ekki verið á almennum nótum eða tekið til hóps manna sameiginlega eins og dómsmálaráðherra hefur teflt fram. Ráðherra verður að rökstyðja sérstaklega fyrir hvern nafngreindan umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastana hvers vegna ráðherra leggur til að viðkomandi verði ekki skipaður og gera rökstudda tillögu um annan nafngreindan umsækjanda í staðinn,“ segir í bréfi Ástráðs en það má sjá í heild í viðhengi neðst í fréttinni. Þá gagnrýndi Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, Sigríði harðlega í tíufréttum RÚV og sagði hana brjóta lög með því að leggja til að aðrir en þeir sem nefndin mat hæfasta verði skipaðir í embætti dómara við réttinn.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09