FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 06:00 Unglingalandsliðsmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá FH og Ýmir Örn Gíslason hjá Val í baráttu í bikarleik liðanna í Höllinni. vísir/Eyþór Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“ Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira