Handbolti

Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar frá 2006.
KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar frá 2006. vísir/anton
Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag.

Stjórn handknattleiksdeildar KA hefur óskað eftir því að slíta samstarfinu við Þór í handbolta karla sem hefur verið síðan 2006.

Eins og fram kom á Vísi í gær er það vilji Þórs að halda samstarfinu áfram.

Stjórn ÍBA átti að koma saman í hádeginu en samkvæmt heimildum Vísis var fundinum flýtt til klukkan 10:00. Á þeim fundi ræðst það væntanlega hvort samstarfi KA og Þórs verði haldið áfram.

Fresturinn til að skrá lið til keppni á Íslandsmótinu rennur út mánudaginn 15. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×