Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-28 | Valur vann fyrstu orrustuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. maí 2017 22:15 Ásbjörn Friðriksson sækir að marki Vals í kvöld. vísir/ernir FH-ingar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik úrslitakeppninni er hörkutólin af Hlíðarenda komu í heimsókn í Kaplakrika. Valsmenn mættu mjög vel stemmdir og tóku frumkvæðið í leiknum strax í upphafi. Spiluðu afslappaðan og yfirvegaðan sóknarleik. Þeir voru mikið að lenda í því að missa menn af velli en það breytti litlu. Vörnin áfram þétt og mörkin héldu áfram að koma. FH jafnaði loksins í 6-6 og voru manni fleiri. Það breytti engu því Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð. Lykilkafli hálfleiknum. Grgic atkvæðamestur hjá Valsmönnum en var að komast mikið upp með að skrefa og skora svo. Gísli Þorgeir stýrði sóknarleik FH-liðsins eins og hershöfðingi og tók af skarið er á þurfti að halda. Markverðir beggja liða að verja þokkalega eða sex skot á haus. Valur var tveimur mörkum yfir hálfleik, 12-14, og það var verðskuldað miðað við hvernig hálfleikurinn hafði spilast. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir rúmar tíu mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir yfir, 16-15. Líkt og áður náðu þeir ekki að ganga á lagið. Valsmenn héldu ró sinni og náðu yfirhöndinni á ný. Frábær vörn og mögnuð markvarsla hjá Sigurði Ingiberg sá til þess. Á lokakaflanum fóru FH-ingar ítrekað illa að ráði sínu á meðan Valur gerði allt rétt. Liðið hélt haus nær allan leikinn og uppskar sanngjarnan sigur. Liðsheildin sem fyrr frábær hjá Valsmönnum sem geta nánast látið alla spila án þess að það bitni á leik liðsins. Liðið spilar geggjaðan varnarleik með bræðurna Orra Freyr og Ými í broddi fylkingar. Frábærir báðir tveir. Valsmenn eiga líka alltaf svör og eru ótrúlega agaðir og skynsamir í sínum leik. Öll þessi stríð síðustu vikur hafa gert mikið fyrir liðið. Ótrúlega gaman að sjá liðið spila og það á skilið að fleiri Valsmenn mæti á völlinn og styðji liðið en gerðu í kvöld. Skammarlega léleg mæting af Hlíðarenda. Hjá FH var Gísli Þorgeir Kristjánsson allt í öllu. Þessi ungi drengur fór á kostum. Var markahæstur og bjó til allt sem FH gerði í sókninni. Hann fékk aftur á móti allt of litla aðstoð og hann mun ekki vinna FH einn. FH-ingar nýttu yfirtöluna skelfilega í leiknum. Voru of oft óagaðir. Þeir voru undir á flestum sviðum og þurfa að stíga upp ætli liðið að halda í við Valsmenn í næstu leikjum.FH - Valur 24-28Mörk FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 7, Einar Rafn Eiðsson 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Ágúst Birgisson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1.Mörk Vals: Vignir Stefánsson 7, Josip Grgic 6, Alexander Júlíusson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Anton Rúnarsson 2, Atli Karl Bachmann 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Atli Már Báruson 1.Guðlaugur: Erum með spennustigið í lagi „Vörnin heldur allan leikinn og það svona helst skilar þessum sigri,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, eftir leik. „Sóknarleikurinn var agaður og við erum ekki með mikið af töpuðum boltum. Við erum helst að klikka svolítið á dauðafærum.“ Vörn Valsmanna var vissulega frábær en það var líka gaman að sjá hvernig Valsmenn leystu þá stöðu að vera manni undir. „Við erum með klóka varnarmenn og það skiptir máli í undirtölunni. Við nýtum okkar tækifæri vel. Það er agi hjá okkur og menn halda skipulagi. Markverðirnir taka svo líka góða bolta. Það gekk vel í dag en það má alltaf gera betur,“ sagði Húsvíkingurinn yfirvegaður en hann var ekkert að fara að kjafta neitt af sér í viðtalinu. „Þetta er jákvætt og við erum með spennustigið í lagi. Það er bara 1-0 og það þarf að vinna þrjá.“Halldór: Fáum á okkur of mörg aulamörk „Mér finnst við ekki ná að spila okkar leik í dag,“ segir yfirvegaður þjálfari FH, Halldór Jóhann Sigfússon. „Töpum mikið af boltum, tökum slæmar ákvarðanir, klúðrum mörgum dauðafærum. Mér finnst við líka oft vera staðir varnarlega á löngum köflum. Við vorum búnir að fara vel yfir Valsliðið en náum ekki að stíga ofan á þá. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar getum við ekkert í vörninni og þeir skora að vild. Gústi hélt okkur á lífi með því að verja dauðafæri en varði ekkert utan af velli. „Svo gerist það í seinni hálfleik að við lendum í að fá enga markvörslu og sóknin hökti. Þeir nýttu sín tækifæri aftur á móti vel.“ FH-ingar fengu heldur betur sín tækifæri í leiknum og komast yfir í seinni hálfleik. Þeir náðu aldrei að fylgja því eftir. „Við fórum vel yfir yfirtöluna en náðum ekki að nýta okkur hana í leiknum. Þeir þrýsta okkur aftur og við fáum á okkur aulamörk. Það er áhyggjuefni og hefur verið það svona inn á milli. Við fáum of mikið af mörkum á okkur manni fleiri. Við stöndum samt góða vörn þegar það eru jafnmargir inn á vellinum. Þetta er mjög sérstakt,“ segir Halldór en hann trúir því að menn geri betur í næsta leik. „Við vöknum kannski af værum blundi eftir þetta. Að þetta sé einhver ganga í garðinum. Við erum að spila við frábært lið sem er búið að fara í gegnum margar raunir. Þetta eru úrslit í Íslandsmóti og það er ekkert gefins þar.“24-28 (Leik lokið): Frábær sigur hjá Valsmönnum. Sanngjarn sigur. Næsti leikur er á laugardag.23-27 (59. mín): Frábær vörn Valsmanna eftir leikhléið. FH-ingar finna enga glufu og Valsmenn vinna boltann. Atli Báru skorar og klárar leikinn.23-26 (58. mín): Valsmenn með óvenju fljótt skot. Fram hjá. Halldór tekur sitt lokaleikhlé. Það er núna eða aldrei.23-26 (57. mín): Gísli með línusendingu á Jóhann sem skorar. Skiluðu sér ekki til baka og Ólafur Ægir refsaði. Klaufalegt. Einar Rafn einn í gegn en í slá. Of dýrt.22-25 (56. mín): Gísli Þorgeir með enn eitt markið, hans sjöunda. Smá líflína. Valsmenn taka drjúgan tíma í sína sókn eins og venjulega. Enda með því að fá víti og brottvísun á Ágúst. Hans þriðja og hann hefur lokið keppni. Hrikalega vel gert hjá Valsmönnum. Vignir aftur á punktinn og skýtur í stöng.21-25 (54. mín): FH-ingar tóku leikhlé og veitti ekki af. Tapa samt boltanum og Vignir skorar úr hraðaupphlaupi.21-24 (53. mín): Víti og FH missir mann af velli. Ýmir liggur eftir óvígur. Leng verið að hlú að honum en labbar óstuddur af velli. Vignir tekur vítið og skorar. Þetta er að verða erfitt fyrir FH.21-23 (52. mín): Alexander skorar og ruðningur á FH. Heimamenn ekki að spila vel úr sínu. En hafa tíma.21-22 (51. mín): Valsmenn finna alltaf betra skot. Vignir skorar sitt fjórða mark. Jóhann Karl svarar að bragði. FH aðeins að keyra upp hraðann.20-21 (50. mín): FH fær víti og Valsmenn mjög ósáttir. Ásbjörn skorar. Rosalegur lokakafli fram undan.19-21 (50. mín): Sigurður Ingiberg ver frá Einari Rafni. Ótímabært skot. Sveinn Jose Rivera kemur Val aftur í tveggja marka forskot.19-20 (48. mín): Ásbjörn skorar úr víti og jafnar. Ýmir sækir víti. Ólseigir Valsarar. Vignir skorar.18-19 (47. mín): Ólafur Ægir fýkur af velli. 12 mín á móti 4 mín þar. Gísli skorar um leið. Ekki að eyða tímanum í vitleysu. Enn og aftur skora Valsmenn einum færri og Ágúst rekinn af velli. FH verður að nýta yfirtöluna betur.17-18 (45. mín): Alexander kemur Valsmönnum yfir. Máttu hafa mikið fyrir markinu en eins og í fyrri hálfleik var þolinmæði í sókninni.17-17 (44. mín): Ágúst kemur FH strax aftur yfir. Mikil orka í FH núna. Alexandar jafnar aftur. Sigurður Ingiberg orðinn heitur í marki Vals og ver vel. Galopinn leikur.16-16 (42. mín): Sveinn Aron jafnar fyrir Val. Langt síðan Valur skoraði síðast.16-15 (41. mín): FH-ingar ekki eins beittir og Valsmenn manni færri. Taka erfið skot. Gísli Þorgeir heggur á hnútinn og kemur FH yfir. Magnað mark. Valsmenn taka leikhlé. Flott endurkoma FH-inga og Ágúst Elí á ansi mikið í henni.15-15 (39. mín): Einar Rafn rekinn af velli fyrir að brjóta á Grgic. Ágúst Eli getur ekki hætt að verja. Er að verja sitt lið inn í leikinn. Sigurður Ingiberg svarar með því að verja tvö skot í röð. Mikið fjör núna.15-15 (37. mín): Sigurður Ingiberg kom í mark Vals í hálfleik og er byrjaður að verja. Ágúst Eli í banastuði hinum megin og ver flest sem kemur á markið. Einar Rafn jafnar svo leikinn.14-15 (36. mín): Óðinn Þór skorar úr þröngu færi. Ágúst Elí ver úr dauðafæri en Óðinn fer í vont skot. Kemur ekki að sök þar sem Valsmenn kasta út af. Menn verða aðeins að hægja á sér. Ráða ekki við þennan hraða.13-15 (34. mín): Enn ein brottvísunin hjá Valsmönnum. Hætt að vera fyndið. Orri Freyr í annað sinn núna. Gísli Þorgeir opnar svo fyrir Einar Rafn sem skýtur í stöngina. Grgic skorar. Enn eitt markið í undirtölu.13-14 (33. mín): Ágúst Elí byrjar á því að verja víti í marki FH. Eitthvað til að kveikja neistann.13-14 (31. mín): Einar Rafn skorar fyrsta mark síðari hálfleiks.Hálfleikur: Ágætlega spilað af beggja hálfu. Valsarar þó aðeins skynsamari og það líklega gerir gæfumuninn. Svipuð markvarsla hjá báðum liðum. Valsmenn hafa verið miklu meira af velli, 8 mínútur gegn tveimur, og það hafa FH-ingar ekki nýtt sér sem skildi. Grgic markahæstur í liði Vals með fimm mörk en Gísli Þorgeir er með fjögur hinum megin.12-14 (Hálfleikur): Valur fékk yfirtölu í lokin og nýtti hana vel. Valsmenn fengu svo brottvísun á lokasekúndunni. Lítið sem skilur að á milli liðanna. Ætti að vera spennandi seinni hálfleikur.12-12 (28. mín): FH nýtir loksins yfirtöluna og allt jafnt.10-12 (26. mín): FH-ingar svara með sirkusmarki sem Gísli Þorgeir skorar. Frábærlega gert. Ólafur Ægir er að hressast. Hlynur að verja vel síðustu mínútur.9-12 (24. mín): Ólafur Ægir lenti hrikalega illa eftir að Ýmir hafði skorað. Nær sem betur fer að standa upp. Vonandi getur hann haldið áfram. FH kastaði frá sér boltanum. Liðið hefur ekki efni á því.9-11 (22. mín): Grgic skorar en virðist skrefa ítrekað. Dómararnir sleppa honum með það. Vörn FH betri eftir leikhléið. Jóhann Karl stimplar sig svo inn.7-10 (18. mín): Langþráð mark frá FH kom frá Einari Rafni. Ólafur Ægir skorar á móti. Valsmenn skora í flestum sóknum og voru frábærir manni færri í 4 mínútur. Halldór Jóhann, þjálfari FH, tekur eðlilega leikhlé. Slakur kafli eftir að þeir jöfnuðu, 6-6.6-9 (17. mín): Valsmenn unnu boltann í tvígang en fengu svo aðra brottvísun. Alexander Örn fékk að fjúka í þetta skiptið og víti dæmt. Einar Rafn lét Hlyn verja frá sér í markinu. Valsmenn að gera það gott manni færri.6-8 (16. mín): Orri Freyr Valsari fyrstur til þess að fá tveggja mínútna brottvísun. FH-ingar ákveða samt að kasta boltanum frá sér. Sérstakt. Valsmenn skora svo. Vel gert hjá þeim.6-6 (14. mín): Varinn bolti og hraðaupphlaup. FH-ingar jafna. Vonandi verður þetta svona spennandi allt til enda.5-6 (13. mín): Mikil þolinmæði í sóknarleik Vals. Bíða eftir góðu skoti og fá það oftast. FH-ingar reyna mun meira línuspil og aðeins meiri kraftur í þeirra sóknarleik. Þetta er hnífjafnt og bæði lið að spila vel.3-5 (10. mín): Ásbjörn skoraði úr víti fyrir FH en Anton lyftir sér upp og svarar. Sóknir Vals vel spilaðar.2-4 (8. mín): Grgic að snögghitna. Setur tvö í röð.2-3 (7. mín): Ágúst Eli ver víti frá Vigni. Varði hraðaupphlaup áðan. Markverðirnir að minna á sig. Valsmenn héldu boltanum og Grgic skoraði. Ásbjörn Friðriksson svarar að bragði.1-2 (3. mín): Anton Rúnarsson skorar. Valsmenn byrja sterkt. Hlynur ver svo hinum megin en Vignir klúðrar hraðaupphlaupi. 1-1 (3. mín): Ágúst Birgisson sækir víti. Einar Rafn skorar örugglega. Bæði lið komin á blað.0-1 (1. mín): Vignir Stefánsson skorar fyrsta mark leiksins. Kemur úr horninu, stekkur upp og setur hann í nærhornið. Smekklega gert.20.15: Jæja, game on. Vonandi verður þetta hressandi rimma og ekki væri verra að fá fimm leiki.20.14: Það verður því miður að segjast eins og er að þessi mæting hjá Valsmönnum er þeim til skammar. Skelfileg mæting. Þetta er ÚRSLITARIMMAN !!!20.13: Mikill sómi að þessari kynningu. Nú má fara að hefja þetta.20.09: Leikmannakynningar á fullu. Ljósin reyndar slökkt tveimur mínútum of snemma. Það var bara rómantískt.20.06: Valur varð síðast meistari árið 2007 en FH árið 2011. Of löng bið fyrir bæði félög að þeirra mati.20.01: Dómarar leiksins í kvöld eru besta dómarapar landsins - Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Þeir eru búnir með sínu hefðbundnu þriggja mínútna upphitun. Þurfa ekki meira. Menn í toppformi.19.54: FH-ingar mæta vel og eru búnir að hálffylla sína stúku en það er miklu meira en nóg pláss Valsmegin eins og staðan er.19.45: Hálftími í leik og ekki byrjað að hleypa inn. Verður líklega eitthvað kapphlaup um sæti á eftir. Blessunarlega er nóg af þeim.19.36: FH-ingar byrjuðu aftur á móti á því að vinna Gróttu, 2-0, í 8-liða úrslitunum. Þeir skelltu svo Aftureldingu, 3-0, í undanúrslitunum og hafa því ekki tapað leik.19.34: Valur byrjaði á því leggja ÍBV, 2-1, í 8-liða úrslitunum. Valsmenn mættu svo Frömurum í undanúrslitum og unnu sannfærandi, 3-0.19.32: Valsmenn hafa verið að ferð og flugi síðustu mánuði og undir miklu álagi. Álagi sem liðið virðist hafa þrifist á. Nú er engin Evrópukeppni að trufla þá. Aðeins þessi lokaslagur í Íslandsmótinu.19.30: Komiði sæl og blessuð. Velkomin með okkur í Krikann þar sem fyrsti leikur FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn fer fram. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
FH-ingar töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik úrslitakeppninni er hörkutólin af Hlíðarenda komu í heimsókn í Kaplakrika. Valsmenn mættu mjög vel stemmdir og tóku frumkvæðið í leiknum strax í upphafi. Spiluðu afslappaðan og yfirvegaðan sóknarleik. Þeir voru mikið að lenda í því að missa menn af velli en það breytti litlu. Vörnin áfram þétt og mörkin héldu áfram að koma. FH jafnaði loksins í 6-6 og voru manni fleiri. Það breytti engu því Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð. Lykilkafli hálfleiknum. Grgic atkvæðamestur hjá Valsmönnum en var að komast mikið upp með að skrefa og skora svo. Gísli Þorgeir stýrði sóknarleik FH-liðsins eins og hershöfðingi og tók af skarið er á þurfti að halda. Markverðir beggja liða að verja þokkalega eða sex skot á haus. Valur var tveimur mörkum yfir hálfleik, 12-14, og það var verðskuldað miðað við hvernig hálfleikurinn hafði spilast. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir rúmar tíu mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir yfir, 16-15. Líkt og áður náðu þeir ekki að ganga á lagið. Valsmenn héldu ró sinni og náðu yfirhöndinni á ný. Frábær vörn og mögnuð markvarsla hjá Sigurði Ingiberg sá til þess. Á lokakaflanum fóru FH-ingar ítrekað illa að ráði sínu á meðan Valur gerði allt rétt. Liðið hélt haus nær allan leikinn og uppskar sanngjarnan sigur. Liðsheildin sem fyrr frábær hjá Valsmönnum sem geta nánast látið alla spila án þess að það bitni á leik liðsins. Liðið spilar geggjaðan varnarleik með bræðurna Orra Freyr og Ými í broddi fylkingar. Frábærir báðir tveir. Valsmenn eiga líka alltaf svör og eru ótrúlega agaðir og skynsamir í sínum leik. Öll þessi stríð síðustu vikur hafa gert mikið fyrir liðið. Ótrúlega gaman að sjá liðið spila og það á skilið að fleiri Valsmenn mæti á völlinn og styðji liðið en gerðu í kvöld. Skammarlega léleg mæting af Hlíðarenda. Hjá FH var Gísli Þorgeir Kristjánsson allt í öllu. Þessi ungi drengur fór á kostum. Var markahæstur og bjó til allt sem FH gerði í sókninni. Hann fékk aftur á móti allt of litla aðstoð og hann mun ekki vinna FH einn. FH-ingar nýttu yfirtöluna skelfilega í leiknum. Voru of oft óagaðir. Þeir voru undir á flestum sviðum og þurfa að stíga upp ætli liðið að halda í við Valsmenn í næstu leikjum.FH - Valur 24-28Mörk FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 7, Einar Rafn Eiðsson 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Ágúst Birgisson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1.Mörk Vals: Vignir Stefánsson 7, Josip Grgic 6, Alexander Júlíusson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Anton Rúnarsson 2, Atli Karl Bachmann 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Atli Már Báruson 1.Guðlaugur: Erum með spennustigið í lagi „Vörnin heldur allan leikinn og það svona helst skilar þessum sigri,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, eftir leik. „Sóknarleikurinn var agaður og við erum ekki með mikið af töpuðum boltum. Við erum helst að klikka svolítið á dauðafærum.“ Vörn Valsmanna var vissulega frábær en það var líka gaman að sjá hvernig Valsmenn leystu þá stöðu að vera manni undir. „Við erum með klóka varnarmenn og það skiptir máli í undirtölunni. Við nýtum okkar tækifæri vel. Það er agi hjá okkur og menn halda skipulagi. Markverðirnir taka svo líka góða bolta. Það gekk vel í dag en það má alltaf gera betur,“ sagði Húsvíkingurinn yfirvegaður en hann var ekkert að fara að kjafta neitt af sér í viðtalinu. „Þetta er jákvætt og við erum með spennustigið í lagi. Það er bara 1-0 og það þarf að vinna þrjá.“Halldór: Fáum á okkur of mörg aulamörk „Mér finnst við ekki ná að spila okkar leik í dag,“ segir yfirvegaður þjálfari FH, Halldór Jóhann Sigfússon. „Töpum mikið af boltum, tökum slæmar ákvarðanir, klúðrum mörgum dauðafærum. Mér finnst við líka oft vera staðir varnarlega á löngum köflum. Við vorum búnir að fara vel yfir Valsliðið en náum ekki að stíga ofan á þá. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar getum við ekkert í vörninni og þeir skora að vild. Gústi hélt okkur á lífi með því að verja dauðafæri en varði ekkert utan af velli. „Svo gerist það í seinni hálfleik að við lendum í að fá enga markvörslu og sóknin hökti. Þeir nýttu sín tækifæri aftur á móti vel.“ FH-ingar fengu heldur betur sín tækifæri í leiknum og komast yfir í seinni hálfleik. Þeir náðu aldrei að fylgja því eftir. „Við fórum vel yfir yfirtöluna en náðum ekki að nýta okkur hana í leiknum. Þeir þrýsta okkur aftur og við fáum á okkur aulamörk. Það er áhyggjuefni og hefur verið það svona inn á milli. Við fáum of mikið af mörkum á okkur manni fleiri. Við stöndum samt góða vörn þegar það eru jafnmargir inn á vellinum. Þetta er mjög sérstakt,“ segir Halldór en hann trúir því að menn geri betur í næsta leik. „Við vöknum kannski af værum blundi eftir þetta. Að þetta sé einhver ganga í garðinum. Við erum að spila við frábært lið sem er búið að fara í gegnum margar raunir. Þetta eru úrslit í Íslandsmóti og það er ekkert gefins þar.“24-28 (Leik lokið): Frábær sigur hjá Valsmönnum. Sanngjarn sigur. Næsti leikur er á laugardag.23-27 (59. mín): Frábær vörn Valsmanna eftir leikhléið. FH-ingar finna enga glufu og Valsmenn vinna boltann. Atli Báru skorar og klárar leikinn.23-26 (58. mín): Valsmenn með óvenju fljótt skot. Fram hjá. Halldór tekur sitt lokaleikhlé. Það er núna eða aldrei.23-26 (57. mín): Gísli með línusendingu á Jóhann sem skorar. Skiluðu sér ekki til baka og Ólafur Ægir refsaði. Klaufalegt. Einar Rafn einn í gegn en í slá. Of dýrt.22-25 (56. mín): Gísli Þorgeir með enn eitt markið, hans sjöunda. Smá líflína. Valsmenn taka drjúgan tíma í sína sókn eins og venjulega. Enda með því að fá víti og brottvísun á Ágúst. Hans þriðja og hann hefur lokið keppni. Hrikalega vel gert hjá Valsmönnum. Vignir aftur á punktinn og skýtur í stöng.21-25 (54. mín): FH-ingar tóku leikhlé og veitti ekki af. Tapa samt boltanum og Vignir skorar úr hraðaupphlaupi.21-24 (53. mín): Víti og FH missir mann af velli. Ýmir liggur eftir óvígur. Leng verið að hlú að honum en labbar óstuddur af velli. Vignir tekur vítið og skorar. Þetta er að verða erfitt fyrir FH.21-23 (52. mín): Alexander skorar og ruðningur á FH. Heimamenn ekki að spila vel úr sínu. En hafa tíma.21-22 (51. mín): Valsmenn finna alltaf betra skot. Vignir skorar sitt fjórða mark. Jóhann Karl svarar að bragði. FH aðeins að keyra upp hraðann.20-21 (50. mín): FH fær víti og Valsmenn mjög ósáttir. Ásbjörn skorar. Rosalegur lokakafli fram undan.19-21 (50. mín): Sigurður Ingiberg ver frá Einari Rafni. Ótímabært skot. Sveinn Jose Rivera kemur Val aftur í tveggja marka forskot.19-20 (48. mín): Ásbjörn skorar úr víti og jafnar. Ýmir sækir víti. Ólseigir Valsarar. Vignir skorar.18-19 (47. mín): Ólafur Ægir fýkur af velli. 12 mín á móti 4 mín þar. Gísli skorar um leið. Ekki að eyða tímanum í vitleysu. Enn og aftur skora Valsmenn einum færri og Ágúst rekinn af velli. FH verður að nýta yfirtöluna betur.17-18 (45. mín): Alexander kemur Valsmönnum yfir. Máttu hafa mikið fyrir markinu en eins og í fyrri hálfleik var þolinmæði í sókninni.17-17 (44. mín): Ágúst kemur FH strax aftur yfir. Mikil orka í FH núna. Alexandar jafnar aftur. Sigurður Ingiberg orðinn heitur í marki Vals og ver vel. Galopinn leikur.16-16 (42. mín): Sveinn Aron jafnar fyrir Val. Langt síðan Valur skoraði síðast.16-15 (41. mín): FH-ingar ekki eins beittir og Valsmenn manni færri. Taka erfið skot. Gísli Þorgeir heggur á hnútinn og kemur FH yfir. Magnað mark. Valsmenn taka leikhlé. Flott endurkoma FH-inga og Ágúst Elí á ansi mikið í henni.15-15 (39. mín): Einar Rafn rekinn af velli fyrir að brjóta á Grgic. Ágúst Eli getur ekki hætt að verja. Er að verja sitt lið inn í leikinn. Sigurður Ingiberg svarar með því að verja tvö skot í röð. Mikið fjör núna.15-15 (37. mín): Sigurður Ingiberg kom í mark Vals í hálfleik og er byrjaður að verja. Ágúst Eli í banastuði hinum megin og ver flest sem kemur á markið. Einar Rafn jafnar svo leikinn.14-15 (36. mín): Óðinn Þór skorar úr þröngu færi. Ágúst Elí ver úr dauðafæri en Óðinn fer í vont skot. Kemur ekki að sök þar sem Valsmenn kasta út af. Menn verða aðeins að hægja á sér. Ráða ekki við þennan hraða.13-15 (34. mín): Enn ein brottvísunin hjá Valsmönnum. Hætt að vera fyndið. Orri Freyr í annað sinn núna. Gísli Þorgeir opnar svo fyrir Einar Rafn sem skýtur í stöngina. Grgic skorar. Enn eitt markið í undirtölu.13-14 (33. mín): Ágúst Elí byrjar á því að verja víti í marki FH. Eitthvað til að kveikja neistann.13-14 (31. mín): Einar Rafn skorar fyrsta mark síðari hálfleiks.Hálfleikur: Ágætlega spilað af beggja hálfu. Valsarar þó aðeins skynsamari og það líklega gerir gæfumuninn. Svipuð markvarsla hjá báðum liðum. Valsmenn hafa verið miklu meira af velli, 8 mínútur gegn tveimur, og það hafa FH-ingar ekki nýtt sér sem skildi. Grgic markahæstur í liði Vals með fimm mörk en Gísli Þorgeir er með fjögur hinum megin.12-14 (Hálfleikur): Valur fékk yfirtölu í lokin og nýtti hana vel. Valsmenn fengu svo brottvísun á lokasekúndunni. Lítið sem skilur að á milli liðanna. Ætti að vera spennandi seinni hálfleikur.12-12 (28. mín): FH nýtir loksins yfirtöluna og allt jafnt.10-12 (26. mín): FH-ingar svara með sirkusmarki sem Gísli Þorgeir skorar. Frábærlega gert. Ólafur Ægir er að hressast. Hlynur að verja vel síðustu mínútur.9-12 (24. mín): Ólafur Ægir lenti hrikalega illa eftir að Ýmir hafði skorað. Nær sem betur fer að standa upp. Vonandi getur hann haldið áfram. FH kastaði frá sér boltanum. Liðið hefur ekki efni á því.9-11 (22. mín): Grgic skorar en virðist skrefa ítrekað. Dómararnir sleppa honum með það. Vörn FH betri eftir leikhléið. Jóhann Karl stimplar sig svo inn.7-10 (18. mín): Langþráð mark frá FH kom frá Einari Rafni. Ólafur Ægir skorar á móti. Valsmenn skora í flestum sóknum og voru frábærir manni færri í 4 mínútur. Halldór Jóhann, þjálfari FH, tekur eðlilega leikhlé. Slakur kafli eftir að þeir jöfnuðu, 6-6.6-9 (17. mín): Valsmenn unnu boltann í tvígang en fengu svo aðra brottvísun. Alexander Örn fékk að fjúka í þetta skiptið og víti dæmt. Einar Rafn lét Hlyn verja frá sér í markinu. Valsmenn að gera það gott manni færri.6-8 (16. mín): Orri Freyr Valsari fyrstur til þess að fá tveggja mínútna brottvísun. FH-ingar ákveða samt að kasta boltanum frá sér. Sérstakt. Valsmenn skora svo. Vel gert hjá þeim.6-6 (14. mín): Varinn bolti og hraðaupphlaup. FH-ingar jafna. Vonandi verður þetta svona spennandi allt til enda.5-6 (13. mín): Mikil þolinmæði í sóknarleik Vals. Bíða eftir góðu skoti og fá það oftast. FH-ingar reyna mun meira línuspil og aðeins meiri kraftur í þeirra sóknarleik. Þetta er hnífjafnt og bæði lið að spila vel.3-5 (10. mín): Ásbjörn skoraði úr víti fyrir FH en Anton lyftir sér upp og svarar. Sóknir Vals vel spilaðar.2-4 (8. mín): Grgic að snögghitna. Setur tvö í röð.2-3 (7. mín): Ágúst Eli ver víti frá Vigni. Varði hraðaupphlaup áðan. Markverðirnir að minna á sig. Valsmenn héldu boltanum og Grgic skoraði. Ásbjörn Friðriksson svarar að bragði.1-2 (3. mín): Anton Rúnarsson skorar. Valsmenn byrja sterkt. Hlynur ver svo hinum megin en Vignir klúðrar hraðaupphlaupi. 1-1 (3. mín): Ágúst Birgisson sækir víti. Einar Rafn skorar örugglega. Bæði lið komin á blað.0-1 (1. mín): Vignir Stefánsson skorar fyrsta mark leiksins. Kemur úr horninu, stekkur upp og setur hann í nærhornið. Smekklega gert.20.15: Jæja, game on. Vonandi verður þetta hressandi rimma og ekki væri verra að fá fimm leiki.20.14: Það verður því miður að segjast eins og er að þessi mæting hjá Valsmönnum er þeim til skammar. Skelfileg mæting. Þetta er ÚRSLITARIMMAN !!!20.13: Mikill sómi að þessari kynningu. Nú má fara að hefja þetta.20.09: Leikmannakynningar á fullu. Ljósin reyndar slökkt tveimur mínútum of snemma. Það var bara rómantískt.20.06: Valur varð síðast meistari árið 2007 en FH árið 2011. Of löng bið fyrir bæði félög að þeirra mati.20.01: Dómarar leiksins í kvöld eru besta dómarapar landsins - Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Þeir eru búnir með sínu hefðbundnu þriggja mínútna upphitun. Þurfa ekki meira. Menn í toppformi.19.54: FH-ingar mæta vel og eru búnir að hálffylla sína stúku en það er miklu meira en nóg pláss Valsmegin eins og staðan er.19.45: Hálftími í leik og ekki byrjað að hleypa inn. Verður líklega eitthvað kapphlaup um sæti á eftir. Blessunarlega er nóg af þeim.19.36: FH-ingar byrjuðu aftur á móti á því að vinna Gróttu, 2-0, í 8-liða úrslitunum. Þeir skelltu svo Aftureldingu, 3-0, í undanúrslitunum og hafa því ekki tapað leik.19.34: Valur byrjaði á því leggja ÍBV, 2-1, í 8-liða úrslitunum. Valsmenn mættu svo Frömurum í undanúrslitum og unnu sannfærandi, 3-0.19.32: Valsmenn hafa verið að ferð og flugi síðustu mánuði og undir miklu álagi. Álagi sem liðið virðist hafa þrifist á. Nú er engin Evrópukeppni að trufla þá. Aðeins þessi lokaslagur í Íslandsmótinu.19.30: Komiði sæl og blessuð. Velkomin með okkur í Krikann þar sem fyrsti leikur FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn fer fram.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira