Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 16:30 Donald Trump. Vísir/AFP Demókratar og repúblikanar munu þakka Donald Trump fyrir að hafa losað sig við James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, þegar umræðan um brottreksturinn hefur fjarað út. BBC greinir frá.Þetta er mat Trump sem tísti um brottreksturinn í dag þar sem hann varði ákvörðun sína um að reka Comey. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýnur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Virðist Trump vísa til þess í tístum sínum þar sem hann segir að demókratar hafi lengi vel gagnrýnt Comey harðlega, en séu skyndilega núna leiðir yfir því að hann hafi verið rekinn. Segir Trump að þeir, ásamt repúblikönum, muni þakka sér fyrir að hafa rekið Comey enda ætli Trump sér að fá einhvern til starfa sem yfirmaður FBI sem muni vinna töluvert betra starf. Eftir brottrekstur Comey hafa raddir sem kalla eftir því að skipaður verði sérstakur rannsakandi til þess að rannsaka mögulega afskipti Rússa af forsetakosningunum orðið háværari. Meðal þeirra sem hafa tekið undir það er repúblikaninn John McCain sem segir að sérstök þingnefnd þurfi að rannsaka málið.The Democrats have said some of the worst things about James Comey, including the fact that he should be fired, but now they play so sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 James Comey will be replaced by someone who will do a far better job, bringing back the spirit and prestige of the FBI.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Comey lost the confidence of almost everyone in Washington, Republican and Democrat alike. When things calm down, they will be thanking me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Demókratar og repúblikanar munu þakka Donald Trump fyrir að hafa losað sig við James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, þegar umræðan um brottreksturinn hefur fjarað út. BBC greinir frá.Þetta er mat Trump sem tísti um brottreksturinn í dag þar sem hann varði ákvörðun sína um að reka Comey. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýnur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Virðist Trump vísa til þess í tístum sínum þar sem hann segir að demókratar hafi lengi vel gagnrýnt Comey harðlega, en séu skyndilega núna leiðir yfir því að hann hafi verið rekinn. Segir Trump að þeir, ásamt repúblikönum, muni þakka sér fyrir að hafa rekið Comey enda ætli Trump sér að fá einhvern til starfa sem yfirmaður FBI sem muni vinna töluvert betra starf. Eftir brottrekstur Comey hafa raddir sem kalla eftir því að skipaður verði sérstakur rannsakandi til þess að rannsaka mögulega afskipti Rússa af forsetakosningunum orðið háværari. Meðal þeirra sem hafa tekið undir það er repúblikaninn John McCain sem segir að sérstök þingnefnd þurfi að rannsaka málið.The Democrats have said some of the worst things about James Comey, including the fact that he should be fired, but now they play so sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 James Comey will be replaced by someone who will do a far better job, bringing back the spirit and prestige of the FBI.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Comey lost the confidence of almost everyone in Washington, Republican and Democrat alike. When things calm down, they will be thanking me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02