Besti leikmaður Boston fékk 2,6 milljóna sekt fyrir að rífa kjaft við áhorfenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 09:00 Isaiah Thomas. Vísir/Getty Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics á tímabilinu og hefur kappinn með því komið sér í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er samt ekki alltaf tekið út með sældinni að vera besti leikmaðurinn í þínu liði ekki síst þegar það er komið fram í úrslitakeppnina. Með því ertu orðinn skotskífa fyrir áhorfendur sem vilja komast inn í hausinn á besta manni mótherjanna. Isaiah Thomas mátti þola það í útileik á móti Washington Wizards í úrslitakeppninni á dögunum en lítið gekk þá upp hjá honum og hann lét stuðningsmann Wizards ná sér upp. Stuðningsmaður Washington Wizards var fyrir aftan bekkinn hjá Boston Celtics og lét Thomas heyra það allan leikinn. Isaiah Thomas missti systur sína í bílslysi rétt fyrir fyrsta leik úrslitakeppninnar en ekki er vitað hvort áhorfandinn hafi verið að nota þann sorgaratburð til að kveikja í Thomas. Annar áhorfandi tók upp myndband af því þegar Isaiah Thomas missti loks stjórn á sér og svaraði áhorfandanum með blótsyrðum og hótunum. „I will f--- you up, and you know that,“ sagði Thomas meðal annars en það kostaði sitt. NBA-deildin tók málið fyrir eftir að myndbandið komst á flug á netinu. Þar á bæ var ákveðið að sekta Isaiah Thomas um 25 þúsund dollara eða meira en 2,6 milljónir íslenskra króna. Isaiah Thomas og félagar í Boston Celtics töpuðu báðum leikjum sínum í Washington en eru komnir í 3-2 eftir sigur í fimmta leiknum í nótt. Thomas var með 18 stig og 9 stoðsendingar í leik fimm. NBA Tengdar fréttir Sögulegur leikur Isaiah Thomas og Boston vann sjötta í röð Boston hafði betur gegn Washington í framlengdum leik og Golden State vann Utah. 3. maí 2017 07:01 Skoraði 53 stig á afmælisdegi nýlátinnar systur sinna Isiah Thomas fór á kostum þegar Boston Celtics vann Washington í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 3. maí 2017 10:30 Systir aðalstjörnu Boston lést í bílslysi Chyna Thomas, systir Isiah Thomas leikmanns Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, lést í bílslysi í Washington í gærmorgun. 16. apríl 2017 11:10 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics á tímabilinu og hefur kappinn með því komið sér í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er samt ekki alltaf tekið út með sældinni að vera besti leikmaðurinn í þínu liði ekki síst þegar það er komið fram í úrslitakeppnina. Með því ertu orðinn skotskífa fyrir áhorfendur sem vilja komast inn í hausinn á besta manni mótherjanna. Isaiah Thomas mátti þola það í útileik á móti Washington Wizards í úrslitakeppninni á dögunum en lítið gekk þá upp hjá honum og hann lét stuðningsmann Wizards ná sér upp. Stuðningsmaður Washington Wizards var fyrir aftan bekkinn hjá Boston Celtics og lét Thomas heyra það allan leikinn. Isaiah Thomas missti systur sína í bílslysi rétt fyrir fyrsta leik úrslitakeppninnar en ekki er vitað hvort áhorfandinn hafi verið að nota þann sorgaratburð til að kveikja í Thomas. Annar áhorfandi tók upp myndband af því þegar Isaiah Thomas missti loks stjórn á sér og svaraði áhorfandanum með blótsyrðum og hótunum. „I will f--- you up, and you know that,“ sagði Thomas meðal annars en það kostaði sitt. NBA-deildin tók málið fyrir eftir að myndbandið komst á flug á netinu. Þar á bæ var ákveðið að sekta Isaiah Thomas um 25 þúsund dollara eða meira en 2,6 milljónir íslenskra króna. Isaiah Thomas og félagar í Boston Celtics töpuðu báðum leikjum sínum í Washington en eru komnir í 3-2 eftir sigur í fimmta leiknum í nótt. Thomas var með 18 stig og 9 stoðsendingar í leik fimm.
NBA Tengdar fréttir Sögulegur leikur Isaiah Thomas og Boston vann sjötta í röð Boston hafði betur gegn Washington í framlengdum leik og Golden State vann Utah. 3. maí 2017 07:01 Skoraði 53 stig á afmælisdegi nýlátinnar systur sinna Isiah Thomas fór á kostum þegar Boston Celtics vann Washington í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 3. maí 2017 10:30 Systir aðalstjörnu Boston lést í bílslysi Chyna Thomas, systir Isiah Thomas leikmanns Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, lést í bílslysi í Washington í gærmorgun. 16. apríl 2017 11:10 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Sögulegur leikur Isaiah Thomas og Boston vann sjötta í röð Boston hafði betur gegn Washington í framlengdum leik og Golden State vann Utah. 3. maí 2017 07:01
Skoraði 53 stig á afmælisdegi nýlátinnar systur sinna Isiah Thomas fór á kostum þegar Boston Celtics vann Washington í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 3. maí 2017 10:30
Systir aðalstjörnu Boston lést í bílslysi Chyna Thomas, systir Isiah Thomas leikmanns Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, lést í bílslysi í Washington í gærmorgun. 16. apríl 2017 11:10