Jóhanna Kristjónsdóttir látin Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2017 16:09 Jóhanna Kristjónsdóttir. Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í nótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum sem lesa má hér að neðan. Jóhanna fæddist árið 1940. Hún fór snemma að fást við skriftir og skrifaði nokkrar skáldsögur á unga aldri. Vinsælust þeirra var „Ást á rauðu ljósi“. Hún gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði einkum um erlend málefni og ferðaðist víða til að afla efnis í viðtöl og greinar. Um leið starfaði hún að ýmsum félagsmálum og vann til dæmis brautryðjendastarf sem fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra. Jóhanna venti sínu kvæði í kross árið 1995 þegar hún lét af störfum á Morgunblaðinu og hóf arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Hún varð formaður VÍMA, Vináttufélags Íslands og Miðausturlanda, árið 2004 og kynnti Miðausturlönd og fleiri landsvæði fyrir fjölda Íslendinga sem fararstjóri. Jóhanna stofnaði Fatímusjóðinn 2005, sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára hélt hún ótrauð áfram að safna í þágu góðra málefna fyrir Fatímusjóð og á dögunum kom út í nýrri útgáfu ljóðabókin „Á leið til Timbúktú“, safn ferðaljóða, sem gefin er út til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu. Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barnabörn og barnabarnabörn. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í nótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum sem lesa má hér að neðan. Jóhanna fæddist árið 1940. Hún fór snemma að fást við skriftir og skrifaði nokkrar skáldsögur á unga aldri. Vinsælust þeirra var „Ást á rauðu ljósi“. Hún gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði einkum um erlend málefni og ferðaðist víða til að afla efnis í viðtöl og greinar. Um leið starfaði hún að ýmsum félagsmálum og vann til dæmis brautryðjendastarf sem fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra. Jóhanna venti sínu kvæði í kross árið 1995 þegar hún lét af störfum á Morgunblaðinu og hóf arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Hún varð formaður VÍMA, Vináttufélags Íslands og Miðausturlanda, árið 2004 og kynnti Miðausturlönd og fleiri landsvæði fyrir fjölda Íslendinga sem fararstjóri. Jóhanna stofnaði Fatímusjóðinn 2005, sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára hélt hún ótrauð áfram að safna í þágu góðra málefna fyrir Fatímusjóð og á dögunum kom út í nýrri útgáfu ljóðabókin „Á leið til Timbúktú“, safn ferðaljóða, sem gefin er út til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu. Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barnabörn og barnabarnabörn.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira