Sjálflærður og búinn að "meika það“ Guðný Hrönn skrifar 12. maí 2017 13:00 Beyoncé skartaði þessu einstaka höfuðskrauti á Grammy-hátíðinni í byrjun árs. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé. Tíska og hönnun Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé.
Tíska og hönnun Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira