Síðasti sénsinn að vinna Fram áður en það tekur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Hanna og Stjörnukonur verða að vinna á sunnudaginn. vísir/ernir Fram leiðir einvígið gegn Stjörnunni 2-0 eftir tvo nauma sigra. Framkonur fá því þrjá leiki til að tryggja sér 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins og þann fyrsta síðan 2013. „Maður vonast auðvitað eftir jöfnum leik og að Stjarnan vinni. En ég hef áhyggjur af því. Mér fannst Stjörnukonur pínu sprungnar andlega í síðasta leik. Þessi sería á undan virtist vera andlega erfið fyrir þær,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún vísaði þar til einvígis Stjörnunnar og Gróttu í undanúrslitunum sem Garðbæingar unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur ósigur í öðrum leiknum vegna ólöglegs leikmanns. Fram vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í Garðabænum, 24-25, þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Á miðvikudaginn vann Fram svo 25-22 sigur á heimavelli sínum í Safamýrinni.Ekkert gekk upp hjá Stjörnunni „Í öðrum leiknum gengu hlutir upp hjá Fram sem hafa ekki gengið upp áður. Á meðan gekk ekkert upp hjá Stjörnunni,“ sagði Kristín. „Manni finnst eins og Fram sé að fara að vinna þetta. En það þarf svo lítið að snúast við svo Stjarnan komist á blað. Ég held að það komi í ljós á fyrstu 10 mínútunum hvort þær séu tilbúnar.“ Stjarnan og Fram eru óumdeilanlega bestu lið landsins en þau hafa barist um þá titla sem í boði eru í vetur. Fram vann Stjörnuna í úrslitaleik deildabikarsins en Garðbæingar unnu Framkonur í bikarúrslitaleiknum og í eiginlegum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. „Stjarnan er með svaka leikmenn innanborðs og það sýndi sig í bikarúrslitaleiknum og sérstaklega þegar þær urðu deildarmeistarar. Fram mátti þá tapa með fimm mörkum en Stjarnan vann með sex,“ sagði Kristín sem lýsir eftir lykilmönnum Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu. „Mér finnst hafa vantað Rakel [Dögg Bragadóttur] og Sollu [Sólveigu Láru Kjærnested] í síðustu tvo leiki. Ég hef enga trú á því þær vilji tapa svona. Innst inni vona ég að þær verði í essinu sínu og eigi góðan leik.“Hátt spennustig hjá Fram Kristín segir að hátt spennustig geti orðið Fram fjötur um fót í leiknum á morgun. „Fram fer í leikinn til að verða meistari og ætlar að verða meistari og það getur stundum hækkað spennustigið. Þetta gæti sprungið í höndunum á þeim. Það getur allt gerst þótt ég spái því að Fram verði Íslandsmeistari, þó ekkert endilega á sunnudaginn [á morgun],“ sagði Kristín. Stjarnan hefur verið í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2013 en alltaf tapað. Kristín segir að þessi endalausu töp í úrslitunum geti haft áhrif á liðið á morgun. „Þetta hefur allt áhrif. Þótt þú ætlir ekki að hugsa um þessa hluti láta þeir alltaf á sér kræla. Þú þarft að vera yfirvegaður og andlega klár að stilla hugann. Það er hugarþjálfun að hugsa ekki um hluti sem skipta ekki máli,“ sagði Kristín. Upphafið að gullöld Fram?* Þótt Fram hafi verið með gott lið í vetur verður það ennþá betra á næsta tímabili. Þórey Rósa Stefánsdóttir er búin að semja við Fram og allar líkur eru á því að Karen Knútsdóttir snúi einnig heim í Safamýrina. Þar eru á ferðinni tveir byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu og þær munu styrkja Fram-liðið gríðarlega mikið. En er þetta síðasti möguleikinn á að vinna Fram áður en liðið tekur yfir íslenskan kvennahandbolta? „Já, ég myndi segja það. Ég ætla að setja smá pressu á þær. Ef þær fá Karenu eru þær komnar með meistaralið. Hin félögin þurfa að græja eitthvað í sumar ef þau ætla að eiga möguleika,“ sagði Kristín að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Fram leiðir einvígið gegn Stjörnunni 2-0 eftir tvo nauma sigra. Framkonur fá því þrjá leiki til að tryggja sér 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins og þann fyrsta síðan 2013. „Maður vonast auðvitað eftir jöfnum leik og að Stjarnan vinni. En ég hef áhyggjur af því. Mér fannst Stjörnukonur pínu sprungnar andlega í síðasta leik. Þessi sería á undan virtist vera andlega erfið fyrir þær,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún vísaði þar til einvígis Stjörnunnar og Gróttu í undanúrslitunum sem Garðbæingar unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur ósigur í öðrum leiknum vegna ólöglegs leikmanns. Fram vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í Garðabænum, 24-25, þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Á miðvikudaginn vann Fram svo 25-22 sigur á heimavelli sínum í Safamýrinni.Ekkert gekk upp hjá Stjörnunni „Í öðrum leiknum gengu hlutir upp hjá Fram sem hafa ekki gengið upp áður. Á meðan gekk ekkert upp hjá Stjörnunni,“ sagði Kristín. „Manni finnst eins og Fram sé að fara að vinna þetta. En það þarf svo lítið að snúast við svo Stjarnan komist á blað. Ég held að það komi í ljós á fyrstu 10 mínútunum hvort þær séu tilbúnar.“ Stjarnan og Fram eru óumdeilanlega bestu lið landsins en þau hafa barist um þá titla sem í boði eru í vetur. Fram vann Stjörnuna í úrslitaleik deildabikarsins en Garðbæingar unnu Framkonur í bikarúrslitaleiknum og í eiginlegum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. „Stjarnan er með svaka leikmenn innanborðs og það sýndi sig í bikarúrslitaleiknum og sérstaklega þegar þær urðu deildarmeistarar. Fram mátti þá tapa með fimm mörkum en Stjarnan vann með sex,“ sagði Kristín sem lýsir eftir lykilmönnum Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu. „Mér finnst hafa vantað Rakel [Dögg Bragadóttur] og Sollu [Sólveigu Láru Kjærnested] í síðustu tvo leiki. Ég hef enga trú á því þær vilji tapa svona. Innst inni vona ég að þær verði í essinu sínu og eigi góðan leik.“Hátt spennustig hjá Fram Kristín segir að hátt spennustig geti orðið Fram fjötur um fót í leiknum á morgun. „Fram fer í leikinn til að verða meistari og ætlar að verða meistari og það getur stundum hækkað spennustigið. Þetta gæti sprungið í höndunum á þeim. Það getur allt gerst þótt ég spái því að Fram verði Íslandsmeistari, þó ekkert endilega á sunnudaginn [á morgun],“ sagði Kristín. Stjarnan hefur verið í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2013 en alltaf tapað. Kristín segir að þessi endalausu töp í úrslitunum geti haft áhrif á liðið á morgun. „Þetta hefur allt áhrif. Þótt þú ætlir ekki að hugsa um þessa hluti láta þeir alltaf á sér kræla. Þú þarft að vera yfirvegaður og andlega klár að stilla hugann. Það er hugarþjálfun að hugsa ekki um hluti sem skipta ekki máli,“ sagði Kristín. Upphafið að gullöld Fram?* Þótt Fram hafi verið með gott lið í vetur verður það ennþá betra á næsta tímabili. Þórey Rósa Stefánsdóttir er búin að semja við Fram og allar líkur eru á því að Karen Knútsdóttir snúi einnig heim í Safamýrina. Þar eru á ferðinni tveir byrjunarliðsmenn í íslenska landsliðinu og þær munu styrkja Fram-liðið gríðarlega mikið. En er þetta síðasti möguleikinn á að vinna Fram áður en liðið tekur yfir íslenskan kvennahandbolta? „Já, ég myndi segja það. Ég ætla að setja smá pressu á þær. Ef þær fá Karenu eru þær komnar með meistaralið. Hin félögin þurfa að græja eitthvað í sumar ef þau ætla að eiga möguleika,“ sagði Kristín að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira