Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 20:00 Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með. Fjallamennska Nepal Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira