Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 13:30 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. VÍSIR/VILHELM Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.” Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.”
Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00