Sólveig Lára: Hafði ekki áhuga á að geta ekki neitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2017 17:52 Sólveig Lára skoraði átta mörk. vísir/ernir Sólveig Lára Kjærnested átti sinn besta leik í úrslitakeppninni þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram, 23-19, í fjórða leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Sólveig Lára spilaði undir pari í fyrstu tveimur leikjunum en var öflug í dag og skoraði átta mörk. „Við spiluðum frábæran varnarleik í byrjun leiks og markvarslan fylgdi með. Það hjálpaði okkur inn í leikinn,“ sagði Sólveig Lára sem var staðráðin í að láta til sín taka í dag. „Ég hafði engan áhuga á að koma inn í úrslitakeppnina og geta ekki neitt. Við þurfum að nýta það pláss sem skapast þegar Helena [Rut Örvarsdóttir] er tekin út. Mér fannst við gera það ágætlega í dag.“ Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-6, og náði mest níu marka forskoti, 17-9. Eftir það byrjaði Fram að saxa á forskotið en Sólveig Lára segist ekki hafa verið farin að hafa áhyggjur af mögulegri endurkomu gestanna. „Auðvitað hugsar maður alltaf til baka, til leikja sem við höfum misst niður forskot. Mér fannst við ekki á þeim buxunum í dag og það var kraftur í okkur allan tímann,“ sagði Sólveig Lára sem segir að Stjarnan geti bætt margt í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. „Klárlega, það eru fullt af atriðum. Núna förum við að skoða það og myndbandsvinnan fer í gang.“ Sólveig Lára segir að Stjarnan ætli sér að knýja fram oddaleik með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. „Markmiðið var bara að vinna þennan leik og koma okkur í leikinn á miðvikudaginn. Núna er bara nýtt markmið, að vinna þann leik og búa til alvöru keppni úr þessu,“ sagði Sólveig Lára að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fram 23-19 | Stjarnan enn á lífi Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. 14. maí 2017 18:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested átti sinn besta leik í úrslitakeppninni þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram, 23-19, í fjórða leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Sólveig Lára spilaði undir pari í fyrstu tveimur leikjunum en var öflug í dag og skoraði átta mörk. „Við spiluðum frábæran varnarleik í byrjun leiks og markvarslan fylgdi með. Það hjálpaði okkur inn í leikinn,“ sagði Sólveig Lára sem var staðráðin í að láta til sín taka í dag. „Ég hafði engan áhuga á að koma inn í úrslitakeppnina og geta ekki neitt. Við þurfum að nýta það pláss sem skapast þegar Helena [Rut Örvarsdóttir] er tekin út. Mér fannst við gera það ágætlega í dag.“ Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 13-6, og náði mest níu marka forskoti, 17-9. Eftir það byrjaði Fram að saxa á forskotið en Sólveig Lára segist ekki hafa verið farin að hafa áhyggjur af mögulegri endurkomu gestanna. „Auðvitað hugsar maður alltaf til baka, til leikja sem við höfum misst niður forskot. Mér fannst við ekki á þeim buxunum í dag og það var kraftur í okkur allan tímann,“ sagði Sólveig Lára sem segir að Stjarnan geti bætt margt í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. „Klárlega, það eru fullt af atriðum. Núna förum við að skoða það og myndbandsvinnan fer í gang.“ Sólveig Lára segir að Stjarnan ætli sér að knýja fram oddaleik með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. „Markmiðið var bara að vinna þennan leik og koma okkur í leikinn á miðvikudaginn. Núna er bara nýtt markmið, að vinna þann leik og búa til alvöru keppni úr þessu,“ sagði Sólveig Lára að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fram 23-19 | Stjarnan enn á lífi Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. 14. maí 2017 18:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fram 23-19 | Stjarnan enn á lífi Stjarnan kom í veg fyrir að Fram lyfti Íslandsbikarnum í TM-höllinni í Garðabæ með 23-19 sigri í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í dag. 14. maí 2017 18:00