Torfi Geirmundsson er látinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. maí 2017 22:45 Torfi Geirmundsson á Hárhorninu við Hlemm. Vísir/Vilhelm Torfi Geirmundsson rakari er látinn, 67 ára að aldri. Torfi lést aðfaranótt laugardags eftir skammær veikindi. Hann rak Hárhornið við Hlemm frá árinu 1997. Hann starfaði við hárgreiðslu í áratugi, síðustu ár og áratugi með eigin stofu en áður hafði hann meðal annars starfað við hárgreiðslu hjá Þjóðleikhúsinu. Þá sat hann í ýmsum nefndum, var formaður fræðslunefndar í háriðnum og kenndi við meistaranám í hársnyrtiiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Áður en Torfi gerðist rakari var hann til sjós og starfaði hjá Landhelgisgæslunni. Fjölmargir hafa minnst Torfa á Facebook í dag og í kvöld en Mikael Torfason rithöfundur greindi frá andláti föður síns á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Þar segir hann að Torfi hafi verið innritaður á Landspítalanum fyrir fimm vikum síðan. „Pabbi var alltaf stór í sniðum og lifði síðustu ár eins og kóngur á Hárhorninu við Hlemm. Rakari fram á síðasta dag og hann gaf og lánaði klippingar og neitaði að hækka verðið þótt það væri lægra en nokkurs staðar. Hann var einstakur maður og einu sinni kom ég og ætlaði að fá lánaðan bílinn hjá honum til að útrétta. Ég vann rétt hjá rakarastofunni en það kom á pabba við þessa beiðni. Hann hafði nefnilega lánað frönskum ferðalangi bílinn yfir helgina án þess að vita frekari deili á honum önnur en þau að sá franski sagðist eiga von á unnustu til landsins. Pabba fannst fáránlegt annað en að hann tæki bílinn til að sýna sinni heittelskuðu Ísland og sagði honum að skila honum bara einhvern tíma í næstu viku,“ skrifar Mikael meðal annars. Torfi Geirmundsson verður jarðsunginn fimmtudaginn 18. maí frá Árbæjarkirkju. Tengdar fréttir Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01 Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6. maí 2013 10:08 Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00 Erfitt að örva vöxt Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla. 28. febrúar 2012 20:19 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Torfi Geirmundsson rakari er látinn, 67 ára að aldri. Torfi lést aðfaranótt laugardags eftir skammær veikindi. Hann rak Hárhornið við Hlemm frá árinu 1997. Hann starfaði við hárgreiðslu í áratugi, síðustu ár og áratugi með eigin stofu en áður hafði hann meðal annars starfað við hárgreiðslu hjá Þjóðleikhúsinu. Þá sat hann í ýmsum nefndum, var formaður fræðslunefndar í háriðnum og kenndi við meistaranám í hársnyrtiiðn við Iðnskólann í Reykjavík. Áður en Torfi gerðist rakari var hann til sjós og starfaði hjá Landhelgisgæslunni. Fjölmargir hafa minnst Torfa á Facebook í dag og í kvöld en Mikael Torfason rithöfundur greindi frá andláti föður síns á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Þar segir hann að Torfi hafi verið innritaður á Landspítalanum fyrir fimm vikum síðan. „Pabbi var alltaf stór í sniðum og lifði síðustu ár eins og kóngur á Hárhorninu við Hlemm. Rakari fram á síðasta dag og hann gaf og lánaði klippingar og neitaði að hækka verðið þótt það væri lægra en nokkurs staðar. Hann var einstakur maður og einu sinni kom ég og ætlaði að fá lánaðan bílinn hjá honum til að útrétta. Ég vann rétt hjá rakarastofunni en það kom á pabba við þessa beiðni. Hann hafði nefnilega lánað frönskum ferðalangi bílinn yfir helgina án þess að vita frekari deili á honum önnur en þau að sá franski sagðist eiga von á unnustu til landsins. Pabba fannst fáránlegt annað en að hann tæki bílinn til að sýna sinni heittelskuðu Ísland og sagði honum að skila honum bara einhvern tíma í næstu viku,“ skrifar Mikael meðal annars. Torfi Geirmundsson verður jarðsunginn fimmtudaginn 18. maí frá Árbæjarkirkju.
Tengdar fréttir Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01 Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6. maí 2013 10:08 Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00 Erfitt að örva vöxt Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla. 28. febrúar 2012 20:19 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01
Rakarinn fagnar nýrri aðferð gegn skalla Ný rannsókn, svokölluð vampíruaðferð, gefur nýja von gegn skalla; vandamáli sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda. Torfi Geirmundsson hársskeri fagnar þessu að vonum og sér fyrir sér að meira verði að gera á rakarastofunni. 6. maí 2013 10:08
Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00
Erfitt að örva vöxt Það er lítið hægt að gera til þess að örva skeggvöxt, en menn geta gert ýmislegt til þess að gera skeggið fallegra. Þetta segir Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Það styttist í að marsmánuður gangi í garð og það þýðir að Mottumars hefjist, en það er átak sem blásið hefur verið til árlega til að vekja athygli á þeim krabbameinum sem herja á karla. 28. febrúar 2012 20:19