Löggur deila klæðnaði vegna skorts á búningum sem sér ekki fyrir endann á Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 09:00 Lögreglumenn í sumarafleysingum streyma til vinnu en vantar nýja lögreglubúninga. Verið er að leysa úr ýmsum flækjum tengdum kaupum á einkennisfatnaði lögreglumanna. vísir/pjetur Ekki eru til nýir lögreglubúningar á landinu og þeirra er ekki að vænta í bráð. Útboðssamningur er útrunninn og ekki er ljóst hvenær farið verður í útboð því verið er að greiða úr ýmsum flækjum er varða sérpantanir á einkennisklæðnaði lögreglumanna.Kaupin vandkvæðum bundin Kostnaður við hvern lögreglubúning hleypur á hundruðum þúsunda; lágmarks vinnufatnaður kostar 173 þúsund og hátíðarbúningurinn 207 þúsund krónur. Erfiðlega hefur gengið að draga úr þessum kostnaði þar sem strangar reglur gilda bæði um útboðið sjálft og búningana, sem eru hátt í 700 talsins. Lögreglubúningarnir eru sérsniðnir að þörfum íslenskra yfirvalda þar sem lög og reglur þess efnis eru hafðar að leiðarljósi. Kaupin eru oftar en ekki vandkvæðum bundin. Sem dæmi má nefna að í síðasta útboði var gerð krafa um að klæðnaðurinn yrði svartur sem þýddi að framleiðandinn þurfti að panta nýtt efni og í framhaldinu láta lita það sérstaklega. Tók því talsvert lengri tíma að fá búningana afhenta en gert var ráð fyrir.Navy-bláa efnið litað svart „Aðilinn sem fékk samninginn var á þessum tíma að vinna að samningi fyrir dönsku lögregluna og var að vinna með navy bláan lit. Þar sem við vildum efnið svart þá þurfti að panta efnið sérlitað frá efnisframleiðandanum. Það að panta sérlitað efni í stað þess að vinna með efni sem þú ert með í þinni framleiðslulínu er með auknu flækjustigi og lengri pöntunarferla og þar fram eftir götunum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, sem heldur utan um innkaupin hjá ríkislögreglustjóra. Jónas segir að verið sé að skoða hvernig hægt sé að komast hjá þessum erfiðleikum og að ekki verði farið í næsta útboð fyrr en þeirri vinnu lýkur. „Það sem við ætlum að fara af stað með er að reyna að tryggja okkur meira af því sem við köllum hilluvöru. Það er það sem hefur verið hluti af vandanum og við höfum verið að leggjast mjög yfir. Það er líka ein ástæða þess að við erum í seinni skipunum með útboðið því við viljum komast hjá þessum sérframleiddu og sérsniðnu búningum og löngu afgreiðslutímum í meiri hilluvörur. Hins vegar gerir það útboðið aðeins flóknara.“Óheppileg vinnubrögð Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir afar óheppilegt að engir búningar séu til og að ekki hafi verið hugsað út í þessa hluti fyrr. Nú sé sumarið að koma, afleysingarmenn komi inn, og að ljóst sé að margir mánuðir séu í nýjan klæðnað. Þangað til þurfi lögreglumenn að deila fatnaði. Jafnframt hafi sambandið margoft komið með tillögur um hvernig hægt sé að kaupa ódýrari einkennisbúninga. Lögreglan sé algjörlega fjársvelt og að horfa þurfi í hverja krónu. „Það segir sig sjálft að það sem er sérunnið er dýrara en það sem hægt er að kaupa tilbúið. En það er önnur saga hvort að þessi stjórn löggæslu í landinu vilji hafa íslenskt yfirbragð á fatnaðnum eða eitthvað meira alþóðlegt. Svo er þetta líka spurning um innkaupapólitík og pólitík almennt er varðar útlit íslensku lögreglunnar.“Breytingar í farvatninu Jónas segir að einhverjar breytingar verði á næsta lögreglubúning, en að óljóst sé á þessum tímapunkti hversu umfangsmiklar þær verði. „Stærsta breytingin hangir við það að lögreglan er almennt farin að ganga í öryggisvestum og þar af leiðandi þarf þessi fatnaður sem er innan undir að vera öðruvísi. Hann þarf að anda betur og hleypa líkamshita og raka betur frá sér. Varðandi útlitsbreytingar þá á það bara eftir að koma í ljós, en við lýsum þeim í útboðslýsingum.“ Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira
Ekki eru til nýir lögreglubúningar á landinu og þeirra er ekki að vænta í bráð. Útboðssamningur er útrunninn og ekki er ljóst hvenær farið verður í útboð því verið er að greiða úr ýmsum flækjum er varða sérpantanir á einkennisklæðnaði lögreglumanna.Kaupin vandkvæðum bundin Kostnaður við hvern lögreglubúning hleypur á hundruðum þúsunda; lágmarks vinnufatnaður kostar 173 þúsund og hátíðarbúningurinn 207 þúsund krónur. Erfiðlega hefur gengið að draga úr þessum kostnaði þar sem strangar reglur gilda bæði um útboðið sjálft og búningana, sem eru hátt í 700 talsins. Lögreglubúningarnir eru sérsniðnir að þörfum íslenskra yfirvalda þar sem lög og reglur þess efnis eru hafðar að leiðarljósi. Kaupin eru oftar en ekki vandkvæðum bundin. Sem dæmi má nefna að í síðasta útboði var gerð krafa um að klæðnaðurinn yrði svartur sem þýddi að framleiðandinn þurfti að panta nýtt efni og í framhaldinu láta lita það sérstaklega. Tók því talsvert lengri tíma að fá búningana afhenta en gert var ráð fyrir.Navy-bláa efnið litað svart „Aðilinn sem fékk samninginn var á þessum tíma að vinna að samningi fyrir dönsku lögregluna og var að vinna með navy bláan lit. Þar sem við vildum efnið svart þá þurfti að panta efnið sérlitað frá efnisframleiðandanum. Það að panta sérlitað efni í stað þess að vinna með efni sem þú ert með í þinni framleiðslulínu er með auknu flækjustigi og lengri pöntunarferla og þar fram eftir götunum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, sem heldur utan um innkaupin hjá ríkislögreglustjóra. Jónas segir að verið sé að skoða hvernig hægt sé að komast hjá þessum erfiðleikum og að ekki verði farið í næsta útboð fyrr en þeirri vinnu lýkur. „Það sem við ætlum að fara af stað með er að reyna að tryggja okkur meira af því sem við köllum hilluvöru. Það er það sem hefur verið hluti af vandanum og við höfum verið að leggjast mjög yfir. Það er líka ein ástæða þess að við erum í seinni skipunum með útboðið því við viljum komast hjá þessum sérframleiddu og sérsniðnu búningum og löngu afgreiðslutímum í meiri hilluvörur. Hins vegar gerir það útboðið aðeins flóknara.“Óheppileg vinnubrögð Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir afar óheppilegt að engir búningar séu til og að ekki hafi verið hugsað út í þessa hluti fyrr. Nú sé sumarið að koma, afleysingarmenn komi inn, og að ljóst sé að margir mánuðir séu í nýjan klæðnað. Þangað til þurfi lögreglumenn að deila fatnaði. Jafnframt hafi sambandið margoft komið með tillögur um hvernig hægt sé að kaupa ódýrari einkennisbúninga. Lögreglan sé algjörlega fjársvelt og að horfa þurfi í hverja krónu. „Það segir sig sjálft að það sem er sérunnið er dýrara en það sem hægt er að kaupa tilbúið. En það er önnur saga hvort að þessi stjórn löggæslu í landinu vilji hafa íslenskt yfirbragð á fatnaðnum eða eitthvað meira alþóðlegt. Svo er þetta líka spurning um innkaupapólitík og pólitík almennt er varðar útlit íslensku lögreglunnar.“Breytingar í farvatninu Jónas segir að einhverjar breytingar verði á næsta lögreglubúning, en að óljóst sé á þessum tímapunkti hversu umfangsmiklar þær verði. „Stærsta breytingin hangir við það að lögreglan er almennt farin að ganga í öryggisvestum og þar af leiðandi þarf þessi fatnaður sem er innan undir að vera öðruvísi. Hann þarf að anda betur og hleypa líkamshita og raka betur frá sér. Varðandi útlitsbreytingar þá á það bara eftir að koma í ljós, en við lýsum þeim í útboðslýsingum.“
Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira