Vísbendingar um sýkingu en ekkert staðfest tilvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2017 11:03 Tölvuárásin er gríðarlega umfangsmikil. Vísir/Getty Póst- og fjarskiptastofnun hafa ekki borist neinar staðfestar tilkynningar um sýktar tölvur hérlendis af völdum yfirstandandi netárásar af sem nær um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnunni sem send var út klukkan 10 í morgun. Þar segir að tvær vísbendingar um sýkingu hafa þó borist en ekki er staðfest að um sýkingu af völdum WannaCry óværunnar sé að ræða. Þá hefur Netöryggissveitin CERT-ÍS fengið vísbendingar í gagnastraumum um fimm IP tölur hérlendis sem gætu hafa sýkst. Ábendingum hefur þegar verið komið á framfæri við ábyrgðaraðila um að hreinsa þær vélar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.Í tilkynningunni segir að afar mikilvægt sé að senda tilkynningu til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS ef grunur leikur á að tölva sé sýkt af þessari óværu. Í gær gaf stofnunin út leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við leiki grunur á sýkingu. Leiðbeiningarnar má nálgast hér. Þá bendir stofnunin einnig á fyrirbyggjandi aðgerðir sem sjá má hér að neðan. Til þess að fá mynd af því hve árásin er víðtæk hérlendis óskar Netöryggissveitin CERT-ÍS eftir því að fá til sín tilkynningar um allar sýkingar sem vart verður við. Senda má tilkynningar í tölvupósti á cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509. Þegar atvik eru tilkynnt er gott að senda eftirfarandi í sem ítarlegustu formi:Tengiliðaupplýsingar - í það minnsta tölvupóstfangSem nákvæmust lýsing á því sem gerðistSkrár með spillikóða eða lista af skrám sem vírusvörn finnurSkjáskot af kúgunarbréfum með upplýsingum s.s. bitcoin greiðsluleiðbeiningum og sérstaklega bitcoin reikningiSkjáskot af skráalista í windows explorer með skráaendingum sem óværan hefur breytt Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hafa ekki borist neinar staðfestar tilkynningar um sýktar tölvur hérlendis af völdum yfirstandandi netárásar af sem nær um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnunni sem send var út klukkan 10 í morgun. Þar segir að tvær vísbendingar um sýkingu hafa þó borist en ekki er staðfest að um sýkingu af völdum WannaCry óværunnar sé að ræða. Þá hefur Netöryggissveitin CERT-ÍS fengið vísbendingar í gagnastraumum um fimm IP tölur hérlendis sem gætu hafa sýkst. Ábendingum hefur þegar verið komið á framfæri við ábyrgðaraðila um að hreinsa þær vélar. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.Í tilkynningunni segir að afar mikilvægt sé að senda tilkynningu til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS ef grunur leikur á að tölva sé sýkt af þessari óværu. Í gær gaf stofnunin út leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við leiki grunur á sýkingu. Leiðbeiningarnar má nálgast hér. Þá bendir stofnunin einnig á fyrirbyggjandi aðgerðir sem sjá má hér að neðan. Til þess að fá mynd af því hve árásin er víðtæk hérlendis óskar Netöryggissveitin CERT-ÍS eftir því að fá til sín tilkynningar um allar sýkingar sem vart verður við. Senda má tilkynningar í tölvupósti á cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509. Þegar atvik eru tilkynnt er gott að senda eftirfarandi í sem ítarlegustu formi:Tengiliðaupplýsingar - í það minnsta tölvupóstfangSem nákvæmust lýsing á því sem gerðistSkrár með spillikóða eða lista af skrám sem vírusvörn finnurSkjáskot af kúgunarbréfum með upplýsingum s.s. bitcoin greiðsluleiðbeiningum og sérstaklega bitcoin reikningiSkjáskot af skráalista í windows explorer með skráaendingum sem óværan hefur breytt
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent