HB Statz: FH á þrjá bestu leikmennina í úrslitaeinvíginu til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 12:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Anton Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz. Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz.
Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira